Fréttir úr Tollhúsinu

  • Almannavarnir
  • 15. desember 2023

  • Tollhúsið er opið frá 10-17 alla virka daga.
  • Hægt er að leita í þjónustu ef vanlíðan sækir á. 
  • Vinna við varnargarða er í fullum gangi.
  • Styrktartónleikar fyrir fjölskyldur úr Grindavík voru vel sóttir.

Það er alltaf nóg um að vera í og í kringum okkur hér í Tollhúsinu, sem er nýja starfsstöð okkar sem vinnum hjá Grindavíkurbæ, ásamt Almannavörnum, Rauða krossinum og fleirum. Öll leggjum við okkur fram við að gera okkar besta til að búa til umgjörð fyrir Grindvíkinga og fyrir okkur öll í þeim flóknu aðstæðum sem við búum við. 

Að heiman er það að frétta að vinna við varnargarða er í fullum gangi og fengum við myndefni frá Ingibergi Þór. Vinnan við varnargarðana í kringum virkjunina gengur vel. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan er þetta mikið og stórt mannvirki, allavega ef miðað er við gröfuna sem er þarna afskaplega lítil miðað við varnargarðinn sjálfan.

Söfnunatónleikarnir sem fram fóru í gær í Bústaðakirkju voru vel sóttir og á forsíðu Morgunblaðsins í dag má sjá mynd frá þeim. Mörg hver sakna samfélagsins úr Grindavík og þá er alltaf gott að koma aðeins saman og njóta góðra stunda. Fram komu barnakór Grindavíkurkirkju, kirkjukór Grindavíkur, gestir úr Óháða kórnum og kór FÍH ásamt hljómsveit og einsöngvara. Sungin voru jólalög Mariuh Carey en tónleikarnir voru til styrktar fjölskyldum úr Grindavík. Sannkölluð uppskeruhátíð fyrir kórana sem höfðu æft stíft síðan í ágúst.

Í Tollhúsið koma í kringum 100 manns á dag, til að sækja sér ýmsa þjónustu. Við viljum minna á opnunartíma okkar sem er frá 10-17, sá opnunartími verður einnig milli jóla og nýárs.

Einnig viljum við minna á að hér inn á island.is má finna upplýsingar um líðan og bjargráð í náttúruvá og hvað hægt er að gera. Jólahátíðin er öðruvísi í ár en við erum vön, höldum utan um hvort annað og leitum okkur aðstoðar ef þarf. Til þess er meðal annars þjónustumiðstöðin í Tollhúsinu.

 

News from Tollhúsið

  • The community center is open from 10 am to 5 pm on all weekdays. 

  • Support services are available if someone is experiencing discomfort. 

  • Work on the protective walls is in full swing. 

  • Benefit concerts for families from Grindavík were well attended. 

There's always something happening both in and around Tollhúsið, our new workplace in collaboration with the Grindavík municipality, as well as with the Red Cross and others. We all strive to do our best to create a supportive environment for the people of Grindavík and for all of us in the circumstances we live in.

It's good news from home that work on the protective walls is progressing well, and we received visuals from Ingiberg Þór. As seen in the picture above, it is a significant and large project, especially when considering the small excavator compared to the protective wall itself.

The charity concert held yesterday in Bústaðakirkja was well attended, and a picture from the event is on the front page of Morgunblaðið today. Many miss the community spirit of Grindavík, and it's always good to come together and enjoy good times. The concert featured the children's choir of Grindavíkurkirkja, the church choir of Grindavík, guests from the Independent Choir, the FÍH choir, along with a band and soloists. Mariah Carey's Christmas songs were sung, and the concert was held to support families from Grindavík. It was a true harvest festival for the choirs that had been practicing diligently since August.

Around 100 people come to Tollhúsið each day to access various services. We want to remind everyone of our opening hours, which are from 10 am to 5 pm, and these hours will also apply between Christmas and New Year.

We also want to highlight that on island.is, you can find information about well-being and support in natural disasters and what can be done. The holiday season is different this year than what we are used to, so we need to take care of each other, celebrate differently, and seek assistance if needed. The service center at Tollhúsið is available for this purpose, among other things.


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. júlí 2024

Grindavíkurvegur opinn ađ hluta

Fréttir / 24. júní 2024

Landađ í blíđskaparveđri í Grindavík

Fréttir / 21. júní 2024

Sumarhátíđ Leikskólans Lautar

Fréttir / 18. júní 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkur

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“