Verið að ráða fleiri náttúrvársérfræðinga til að sinna sólarhringsvakt. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Vegna umræðu í tengslum við íbúafundi með Grindvíkingum í gær, virðist vera uppi sá misskilningur að Veðurstofan sé ekki með náttúruvársérfræðing á vakt á kvöldin og að næturlagi.
Fram kemur á vef Veðurstofunnar að á sólarhringsvakt Veðurstofunnar séu að öllu jafna tveir náttúrvársérfræðingar á vakt að degi til og einn náttúruvársérfræðingur á kvöldin og næturna sem vaktar allt landið, auk bakvaktar. Það fyrirkomulag hafi verið til staðar um árabil á Veðurstofunni.
Í stórum atburðum fjölgi Veðurstofan sérfræðingum á sólarhringsvakt tímabundið svo að eftirlit væri fullnægjandi hvað varðar viðbragðstíma.