Fundur 547

  • Bćjarstjórn
  • 5. desember 2023

547. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, þriðjudaginn 28. nóvember 2023 og hófst hann kl. 10:00.


Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður. 

Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði forseti eftir heimild til að taka inn mál á dagskrá með afbrigðum sem 6., 7. og 8. mál: 
     2311047 Ákvörðun um útsvarshlutfall á árinu 2024 
     2311045 Reglur um fjárhagsaðstoð Grindavíkurbæjar - 
                    Fullnaðarafgreiðsla 
     2309023 Beiðni um endurskoðun á samstarfssamningi 
                    Grindavíkurbæjar við UMFG 

Samþykkt samhljóða

Dagskrá:

Forseti leggur til að ræða málið „Jarðskjálftar og landris 23100132“ fyrir luktum dyrum. 
Samþykkt samhljóða
1.      Jarðskjálftar og landris í Grindavík 2023 - 2310132
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Birgitta Hrund, Helga Dís, Gunnar Már, Hjálmar, Hallfríður, Birgitta Rán, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóri. 

a. Málefni Skóla ehf. vegna Heilsuleikskólans Króks við Stamphólsveg í Grindavík. 

Minnisblað frá Landslögum lagt fram. 

Sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs er falið að vinna málið áfram í samráði við lögmenn í Landslögum ehf. 

b. Starfsmannamál. 
Í ljósi aðstæðna samþykkir bæjarstjórn samhljóða að ekki verða endurnýjaðir ráðningarsamningar sem renna út á meðan þetta ástand varir.
         
2.      Rafrænar undirritanir - Fundargerðir - 2301121
    Til máls tók: Ásrún. 

Breytingar á samþykktinni lagðar fram til fyrri umræðu. 
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa til síðari umræðu.
         
3.      Beiðni um viðauka - snjómokstur - 2311010
    Til máls tóku: Ásrún og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Lögð fram beiðni um viðauka vegna snjómoksturs á árinu 2023 að fjárhæð 14.750.000 kr. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé að fjárhæð 10.250.000 kr. og með hækkun tekna þjónustumiðstöðvar að fjárhæð 4.500.000 kr. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. 

Í ljósi ástandsins telur bæjarstjórn engin tilefni til að samþykkja viðaukabeiðnina.
         
4.      Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar fyrir árið 2024 - 2311032
    Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs 

Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar er lögð fram til samþykktar. 

Gildistaka 1. janúar 2024, nema annað sé tekið fram 2024 
02 Félagsþjónusta 
Málefni aldraðra 
Þrif, kr. klst. 1.610 
Matur í Víðihlíð (þátttaka eldri borgara) 1.300 
Matur í Víðihlíð, heimkeyrsta (þátttaka eldri borgara) 1.670 
Námskeið: Þátttaka í Janusarverkefninu 3.620 

04 Fræðslumál 
Leikskólagjöld 
Tímagjald, almennt gjald 3.970 
Tímagjald, einstæðir foreldrar og námsmenn 2.990 
Viðbótar 15 mín, fyrir 1.360 
Viðbótar 15 mín, eftir 1.360 
Afsláttarreglur, gilda með skólaseli og vistun hjá dagforeldri 
Systkinaafsl. 2. barn 50% 
Systkinaafsl. 3. barn og fleiri 100% 

Afsláttur er af tímagjaldi, greitt er fyrir mat og hressingu 
Séu báðir foreldrar í fullu námi greiða þau afsláttargjald 
Hressing (morgun/síðdegi) 3.350 
Hádegismatur 6.290 

Niðurgreiðslur vegna vistunar barna hjá dagmæðrum 
8 tíma vistun, almennt gjald, pr. vistunarstund 9.240 
8 tíma vistun, einstæðir foreldrar pr. vistunarstund 11.090 
Afsláttarreglur, gilda með leikskóla og skólaseli 
Systkinaafsl. 2. barn 50% 
Systkinaafsl. 3. barn og fleiri 100% 

Grunnskóli 
Skólamáltíðir, hluti foreldra af innkaupsverði 65% 
Skólamáltíðir, hluti foreldra af innkaupsverði, 2. barn 50% 
Skólamáltíðir, hluti foreldra af innkaupsverði, 3. barn 50% 
Skólamáltíðir, hluti foreldra af innkaupsverði, 4. barn 50% 
Ávaxtastundir nemenda á mánuði 65% 
Samkomusalur, hálfur dagur 21.760 
Samkomusalur, heill dagur 36.220 
Skólastofur, hálfur dagur 10.170 
Skólastofur, heill dagur 14.520 
Gisting, pr mann 1.520 

Skólasel 
Gjaldflokkur Gildistaka 1.8.2024 
Flokkur 1 (allir dagar til kl. 15:00) 16.200 
Flokkur 2 (allir dagar til kl. 16:00) 23.710 
Hægt er að kaupa 15 mínútur aukalega á tímabilinu frá 14:00 - 16:00 . 200 
Síðdegishressing 330 

Tíminn frá kl. 16:00 - 17:00 er á hærra gjaldi. 
Afsláttarreglur, gilda með leikskóla og vistun hjá dagforeldri 
Systkinaafsl. 2. barn 50% 
Systkinaafsl. 3. barn og fleiri 100% 

Tónlistarskólagjöld Gildistaka 1.8.2024 
Fullt hljóðfæranám 98.960 
Hálft hljóðfæranám 59.600 
Fullt söngnám 115.130 
Hálft söngnám 75.760 
Fullt aukahljóðfæri 66.060 
Hálft aukahljóðfæri 39.110 
Blásarasveit 27.240 
Hljóðfæragjald 1 12.600 
Hljóðfæragjald 2 18.890 
Hljóðfæranámskeið, hópur 26.320 
Söngnámskeið, hópur 76.760 
Fræðigreinar í grunnnámi (án hljóðfæranáms) 31.050 
Systkinaafsláttur 2. barn 50% 
systkinaafsláttur 3. barn 75% 

05 Menningarmál 
Bókasafn 
Skírteini 
Árgjald/aðildarskírteini (18-67 ára) 0 
Börn og unglingar undir 18 ára aldri, 67 ára og eldri og öryrkjar greiða ekki fyrir skírteini 0 
Nýtt skírteini fyrir glatað 0 
Leiga á efni 
Leiga á DVD 0 
Leiga á tungumálanámskeiði 0 
Leiga á margmiðlunarefni 0 
Internet aðgangur 
Aðgangur að tölvum og neti verði án endurgjalds, sjá greinargerð 
Dagsektir 
Bækur og önnur gögn 0 
Myndbönd og mynddiskar 0 
Fræðsludiskar (14 daga útlán) 0 
Bækur, hljóðbækur og DVD diskar 110 
Dagsektahámark 14.000 
Viðmiðunargjald fyrir glötuð og eyðilögð gögn 
Bækur Innkaupsverð 
Tungumálanámskeið 0 
Myndbönd og mynddiskar 0 
Tónlistardiskar 
Tímarit yngri en 6 mánaða Hálft innkaupsverð 
Tímarit 7-24 mánaða 0 
Tímarit eldra en 24 mánaða 0 
Annað 
Ljósrit og útprentun A4, pr. blað 30 
Ljósrit og útprentun A3, pr. blað 40 
Ljósrit og útprentun A4, 50-100 bls. pr. blað 0 
Ljósrit og útprentun A4, 100 bls. eða meira pr. blað 0 
Taupokar 800 
Millisafnalán 1.750 

Kvikan 
Aðgangseyrir 18 ára og eldri 0 
Aðgangseyrir, hópar 0 
Kynning og leiðsögn á opnunartíma: 
Stutt kynning fyrir sýningu (pr gest) 600 
Sérpöntuð leiðsögn, að lágmarki 5 gestir (pr. gest) 1.200 
Kynning og leiðsögn utan opnunartíma: 
Stutt kynning fyrir sýningu (pr. klst. grunngjald) 24.000 
Sérpöntuð leiðsögn, 1-20 gestir (pr. 20 mín., grunngjald) 48.000 

Leiga á sal á opnunartíma, heill dagur 12.000 
Leiga á sal utan opnunartíma, kvöld 36.300 
Leiga á sal utan opnunartíma, heill dagur 48.000 
Aukaæfing vegna tónleika 5.950 

Kaffi 340 
Meðlæti 600 
Fundakaffi (20 bollar í könnu) 5.900 

10% þóknun af sölu annarra (vörur, veitingar eða viðburðir) 0% 

Kvennó 
Leigugjald húsnæðis pr klst 0 

Hljóðkerfi 
Sólarhringur 0 

06 Íþrótta- og æskulýðsmál 
Vinnuskóli 
Sláttur fyrir aldraða og öryrkja 5.000 
Enginn afsláttur veittur af garðslætti á árinu 2024. 
Sláttur er ekki í boði fyrir húsfélög fjölbýlishúsa 

Sundlaug 
Stakt gjald barna 10 - 18 ára 400 
Stakt gjald fullorðinna 1.300 
10 miða kort, fullorðnir 5.400 
30 miða kort fullorðnir 12.600 
Árskort, fullorðnir 26.400 
Árskort fjölskyldu 39.500 
Árskort barna 10 - 18 ára 3.100 
Börn 0- 9 ára 0 
Aldraðir og öryrkjar 270 
Fríkort send út til þeirra sem hafa lögheimili í Grindavík 
Leiga á handklæðum 800 
Leiga á sundfatnaði 800 
Magnkaup árskorta 
20-99 árskort (pr. stk árskorts) 
100-199 árskort (pr. stk árskorts) 
200 eða fleiri árskort (pr. stk. árskorts) 

Íþróttamannvirki 
Verð pr klst 
Hópið 19.000 
Íþróttahús: 
Stóri salur, allur 8.700 
Stóri salur, hálfur 4.600 
50% álag vegna leikja 4.700 
Litli salur 4.300 
Skemmtanir pr. Klst. 17.000 


Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá.
         
5.      Gjaldskrá sorphirðu og meðhöndlunar sorps í Grindavík. - 2311013
    Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Helga Dís og Hallfríður. 

Gjaldskrá sorphirðu og meðhöndlunar sorp í Grindavík er lögð fram til samþykktar. 

GJALDSKRÁ 
fyrir meðhöndlun úrgangs í Grindavíkurbæ. 

1. gr. 
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar skal ákvarða og innheimta sorpgjald fyrir söfnun og meðhöndlun úrgangs, samkvæmt 1. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Þá er Grindavíkurbæ heimilt að innheimta gjald fyrir alla aðra meðhöndlun úrgangs, uppsetningu og rekstur nauðsynlegra innviða í samræmi við 2. mgr. 23. gr. laganna. 

2. gr. 
Sorpgjald er lagt á hverja íbúð í Grindavík og er það innheimt með fasteignagjöldum eða á annan hátt eftir því sem við verður komið og þá með sömu gjalddögum og fasteignagjöld. Gjaldið nýtur lögveðsréttar í viðkomandi fasteign tvö ár eftir gjalddaga. 

3. gr. 
Sorpgjald samkvæmt rúmmáli þeirra sorpíláta sem eru við heimili og er sem hér segir: 

Stærð sorpíláta Úrgangsflokkur Sorpgjald á ári 
140 lítrar Lífrænt 8.400 
240 lítrar Almennt/lífrænt, tvískipt tunna 34.560 
240 lítrar Almennt sorp 48.000 
240 lítrar Pappír 8.400 
240 lítrar Plast 8.400 
660 lítrar Almennt sorp 132.000 
660 lítrar Pappír 23.100 
660 lítrar Plast 23.100 

4. gr. 
Fast gjald á hverja íbúðareiningu kr. 18.000 til innheimtu á allt að 25% af heildarkostnaði sveitarfélagsins. 

5. gr. 
Skipulags- og umhverfissviði Grindavíkurbæjar er heimilt samkvæmt gjaldskrá þessari að leggja gjöld á þá aðila sem verða uppvísir að því að fleygja sorpi og úrgangi á víðavangi eða á jarðvegstipp fyrir útlögðum kostnaði við hreinsun. 

6. gr. 
Gjaldskrá þessi, sem er samin og samþykkt af bæjarstjórn Grindavíkurbæjar 28. nóvember 2023, staðfestist hér með skv. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir með síðari breytingum og skv. 23 gr. laga nr. 55/2003 með síðari breytingum og öðlast gildi 1. janúar 2024. 
Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Grindavíkurbæ, nr. 608/2023. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrána.
         
6.      Ákvörðun um útsvarshlutfall á árinu 2024 - 2311047
    Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar, Helga Dís, Gunnar Már, Birgitta Rán, Hallfríður og bæjarstjóri. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að útsvarshlutfall á árinu 2024 verði 14,74%
         
7.      Reglur um fjárhagsaðstoð Grindavíkurbæjar - Fullnaðarafgreiðsla - 2311045
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, 

Fullnaðarafgreiðsla mála á grundvelli reglna um fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu Grindavíkur 

a. Með vísan til 7. tl. 2. mgr. auglýsingar nr. 1217/2023 um ákvörðun innviðaráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar Grindavíkurbæjar og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélagsins veitir bæjarstjórn sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs og yfirfélagsráðgjafa sveitarfélagsins heimild til að taka allar ákvarðanir á grundvelli IV. kafla reglna um fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu sveitarfélagsins sem fjalla um heimildir til fjárhagsaðstoðar vegna sérstakra aðstæðna. 

a. Samhliða er óskað eftir breytingum á eftirgreindum ákvæðum reglna um fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu Grindavíkur: 
10. gr.  Upphæð fjárhagsaðstoðar 
Grunnfjárhæð verður kr. 176.500,- 
16. gr.  Aðstoð til tekjulágra foreldra vegna barna á þeirra framfæri 
Viðmiðunarmörk aðstoðar með hverju barni eru kr. 30.000,- á mánuði. 
24. gr.  Lán til fyrirframgreiðslu húsaleigu 
... lán eða styrk allt að kr. 450.000,- til fyrirframgreiðslu húsaleigu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða bæði erindin.
         
8.      Beiðni um endurskoðun á samstarfssamningi Grindavíkurbæjar við UMFG - 2309023
    Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar, Helga Dís, Birgitta Rán, Gunnar Már og Birgitta Hrund. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að fjárhæð 8.000.000 kr. vegna barna- og ungmennastarfs UMFG og að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 
         
9.      Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2023 - 2303065
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð 551. stjórnarfundar Kölku þann 17. október 2023 er lögð fram til kynningar. 
         
10.      Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð 936. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 27.10.23 er lögð fram til kynningar.
         
11.      Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 12. nóvember 2023 er lögð fram til kynningar.
         
12.      Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023 - 2302049
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð 795. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þann 08.11.23 er lögð fram til kynningar.
         
13.      Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2023 - 2301117
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð 306. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja þann 16.11.2023 er lögð fram til kynningar.
         
14.      Fundargerðir Öldungaráð Grindavíkur 2023 - 2302047
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð öldungaráðs þann 04.10.23 er lögð fram til kynningar.
         
15.      Bæjarráð Grindavíkur - 1658 - 2311004F 
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
         
16.      Frístunda- og menningarnefnd - 129 - 2310030F 
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
         
17.      Skipulagsnefnd - 128 - 2311003F 
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659