Nú þegar atvinnurekendur í Grindavík leita leiða til þess að hefja rekstur á ný er að mörgu að hyggja. Starfsfólk Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja (HES) hefur tekið saman nokkra punkta sem gott er og nauðsynlegt að hafa í huga. Hér má nálgast gátlista fyrir starfsleyfishafa og skráningarskyld fyrirtæki í Grindavík.
Leitast verður við að uppfæra þessa punkta og bæta eftir því sem fram vindur og eru atvinnurekendur hvattir til að leita ráða hjá HES.
Þá er æskilegt að fyrirtæki tilkynni til HES um áform um að hefja aftur starfsemi, leggja starfsemi niður eða flytja starfsemi í annað sveitarfélag.
Gátlisti fyrir starfsleyfishafa og skráningarskyld fyrirtæki í Grindavík.