Stađa innviđa 30. nóv: Framkvćmdafréttir frá umhverfis- og skipulagssviđi

  • Framkvćmdafréttir
  • 15. desember 2023

  • Fráveitulagnir við Hafnargötu, Ægisgötu og Seljabót eru í lagi. Tilkynnt verður þegar staðfesting liggur fyrir um fleiri götur.
  • Stefnt er að því að kalt vatn verði komið á allan bæinn strax eftir helgi.
  • Samhliða vinnu við lagnakerfið er unnið í lekaleit í kerfinu.
  • Íbúar eru hvattir til að nota ekki salerni, vaska, uppþvottavélar o.s.frv. í þeim húsum sem hafa kalt vatn þar til það verður staðfest að fráveitukerfið frá þeirra húsum er í lagi og skili skólpi sína leið til sjávar.
  • Heitt vatn og rafmagn er á öllum bænum.

Innviðir í Grindavík

Hér að neðan er farið yfir stöðuna á innviðum í Grindavík. Mikilvægt er að íbúar og fyrirtæki hafi í huga að ástand lagna getur tekið breytingum þar sem landið er enn á hreyfingu. Allir aðilar vinna hörðum höndum að því að kanna ástand innviða og eru að störfum víða um bæinn að sinna viðgerðum. Mesta tjónið sem unnið er að viðgerðum að þessa stundina er á gatnamótum Austurvegar og Stamphólsvegar.

Lagnir Grindavíkurbæjar – kalt vatn, fráveita og gatnalýsing

Unnið hefur verið að því að mynda fráveitulagnir í götum og gengur sú vinna vel. Notast er við þrjár myndavélar, þ.e. þrír hópar eru að mynda. Þær lagnir sem hafa verið myndaðar koma ágætlega út. Vesturstofn fráveitukerfisins fór illa í sprungu neðan við Kirkjustíg en viðgerð þar er lokið. Þá hefur verið staðið í smærri viðgerðum víða um bæ. Viðgerð á fráveitulögn við Austurveg er umfangsmikil, vonir standa til að viðgerð þar ljúki í næstu viku. Vinna við mælingar á hæð í brunnum fráveitunnar er hafin. Sú vinna skiptir máli til að fá fullvissu um sjálfrennsli.

Grindavíkurbær getur staðfest að fráveitulagnir við Hafnargötu, Ægisgötu og Seljabót er í lagi. Tilkynnt verður um það þegar staðfesting liggur fyrir í fleiri götum.

Staðan á kalda vatninu er almennt nokkuð góð. Kalt vatn er á stórum hluta bæjarins en stefnt er að því að kalt vatn verði komið á allan bæinn strax eftir helgi. Mesta tjónið á vatnsveitunni er við Austurveg við Grindavíkurkirkju. Samhliða vinnu við lagnakerfið er unnið í lekaleit á kerfinu.  Íbúar eru hvattir til að nota ekki salerni, vaska, uppþvottavélar o.s.frv. í þeim húsum sem hafa kalt vatn þar til það verður staðfest að fráveitukerfið frá þeirra húsum er í lagi og skili skólpi sína leið til sjávar.

Gatnalýsingin hefur haldið velli en sem komið er, ljós er á staurum en þó nokkrir þeirra eru skakkir.

Ábendingar um vatns- og fráveitu Grindavíkurbæjar skal senda á veitur@grindavik.is

Lagnir HS veitna, Mílu og Ljósleiðarans

Heitt vatn og rafmagn er á öllum bænum sem þjónað er af HS veitum. Stofnleiðir fjarskiptakerfa eru að mestu leyti í lagi, samkvæmt samtölum Grindavíkurbæjar við Mílu og Ljósleiðarann. Íbúar og fyrirtæki eru hvött til að setja sig í samband við þessa aðila ef heitt vatn, rafmagn og fjarskipti hjá þeim virka ekki sem skyldi.

Fyllingar í sprungur og holur

Framkvæmdir við það að fylla í sprungur og holur eru hafnar, en þessar framkvæmdir eru mikilvægar til að tryggja öryggi íbúa, starfsmanna fyrirtækja, viðbragðsaðila og annara aðila á ferð sinni um bæinn. Hver og ein sprunga verður gengin, skrásett og fyllt. Þeir sem hafa ábendingar um sprungur og/eða holur t.d. á lóðum sínum er bent á að tilkynna þær á  grindavik@grindavik.is

Lokið hefur verið við að setja upp öryggisgirðingar í kringum sprunguna frá Salthúsinu að Landsbankanum. Enginn á að vera á því svæði nema þeir sem eru við framkvæmdir.

Mikilvægt er að íbúar og aðrir sem koma til Grindavíkurbæjar ferðist um á götum og gangstéttum og takmarki gangandi umferð sína eins og kostur er.

Það er enn hreyfing á jörðinni, sprungur og holur geta opnast fyrirvaralaust. 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. október 2024

Lokasorphirđa á morgun 4 .október

Fréttir / 27. september 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 26. september 2024

Para- og fjölskylduráđgjöf

Fréttir / 23. september 2024

Réttađ í blíđviđri í Grindavík

Fréttir / 12. september 2024

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

Fréttir / 10. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

Fréttir / 4. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 26. ágúst 2024

Kalka opnar ađ nýju í Grindavík