Á fundi bæjarstjórnar þann 28. nóvember síðastliðinn, samþykkti bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samhljóða að útsvarshlutfall ársins 2024 skuli vera 14,74%.
Hækkunin þykir nauðsynleg í ljósi afleiðinga náttúruhamfara og þeirri miklu uppbyggingu og endurbótum sem fyrirséðar eru í bæjarfélaginu. Uppbygging og endurbætur eru forsendur þess að íbúar geti snúið heim.
Í frétt á heimasíðu bæjarins þann 23.nóvember kom fram að ekki verði sendir út húsaleigu- eða þjónustureikningar frá bænum á meðan þetta ástand varir.
Þrátt fyrir það liggur töluverður kostnaður á bænum vegna þessara þjónustuþátta og mun það taka tíma fyrir sveitarfélagið að jafna sig á þessu tekjufalli.