Opiđ hús fyrir Grindvíkinga í Gjánni

  • Fréttir
  • 6. nóvember 2023

Á morgun, þriðjudaginn 7. nóvember, verður Gjáin í íþróttahúsinu opin Grindvíkingum kl. 16:00-18:00. Boðið verður upp á kaffiveitingar og hoppukastala fyrir börnin í íþróttahúsinu. 

Í Gjánna munu mæta sérfræðingar sem þekkja til mála vegna jarðhræringanna, s.s. frá almannavörnum, Björgunarsveitinni Þorbirni, Grindavíkurbæ og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hægt verður að setjast niður með þessum sérfræðingum í rólegu andrúmslofti og spyrja spurninga. 

Á sama tíma verða hoppukastalar í íþróttahúsinu fyrir börnin. 

Þruman stendur fyrir hrekkjavökudiskóteki í Kvikunni kl. 18:00-19:30 fyrir börn í 5.-7. bekk. Á staðnum verður draugahús. Enginn aðgangseyrir er á diskótekið en sjoppa á staðnum. 

Athugið að fjölmiðlum er meinaður aðgangur að viðburðunum.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. apríl 2025

Vorferđ FebG í Ţórsmörk 21.maí 2025

Fréttir / 15. apríl 2025

Alli á Eyri og páskaegg í Kvikunni

Fréttir / 14. apríl 2025

Sundlaugin lokuđ í dag - Opiđ á morgun

Fréttir / 4. apríl 2025

Opiđ til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Ađgengi takmarkađ til Grindavíkur

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík