Jarđskjálftahrina norđvestur af Ţorbirni í morgun merki um kvikuhlaup

  • Almannavarnir
  • 1. nóvember 2023

Í morgun um kl. 8.40 hófst jarðskjálftahrina við Þorbjörn sem stóð yfir í tæpa 2 klukkutíma og sýndi öra virkni. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist M3.7.  Miðja hrinunnar var rétt austan við miðju landrissins sem mælst hefur. Dýpt skjálftanna var á bilinu 5 til 1.5 km. Engar vísbendingar eru um gosóróa en hrinan er skýrt merki um kvikuhlaup, þ.e.a.s. að kvika sé á hreyfingu á þessu dýpi. GPS mælingar styðja þá túlkun að um kvikuhlaup hafi verið að ræða, en þó hefur hægt á landrisinu sem hófst fyrir um fjórum dögum síðan. Fundur var með Almannavörnum og hagsmunaaðilum á Reykjanesskaga í morgun þar sem farið var fyrir nýjustu mælingar og mögulegar sviðsmyndir og viðbrögð við þeirri atburðarás sem nú er í gangi.

Náið fylgst með þróun virkninnar
Veðurstofan fylgist grannt með þróun mála og er horft til þess hvort að smáskjálftavirkni aukist nær yfirborði sem væru skýr merki um að kvika sé að brjóta sér leið í gegnum jarðskorpuna. Miðað við mælingar á hádegi eru engin skýr merki um slíkt. Staðan getur hinsvegar breyst hratt og ekki hægt að útiloka þá sviðsmynd að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna á svæðinu norðvestur af Þorbirni. Það er mikilvægt að benda á að algengast er að kvikuhreyfingar sambærilegar þeim sem sjást nú fjari út og endi ekki með eldgosi. En áður hefur verið bent á að sprunguhreyfingar vegna gikkskjálfta nærri og austan Svartsengis gætu mögulega gert kvikunni auðveldara að færast grynnra í skorpunni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. júlí 2024

Grindavíkurvegur opinn ađ hluta

Fréttir / 24. júní 2024

Landađ í blíđskaparveđri í Grindavík

Fréttir / 21. júní 2024

Sumarhátíđ Leikskólans Lautar

Fréttir / 18. júní 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkur

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“