Fundur 127

  • Skipulagsnefnd
  • 26. október 2023

127. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 16. október 2023 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu:
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Sverrir Auðunsson, varamaður,
Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður,
Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1.      Metan- og vetnisframleiðsla á Reykjanesi - kynning á umhverfismatsskýrslu - 2310061
    Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar við eftirfarandi mál í skipulagsgáttinni: 

Metan- og vetnisframleiðsla á Reykjanesi, nr. 0679/2023: Kynning á umhverfismatsskýrslu. 

Kynningartími er til 17.11.2023. 

Gögnin vegna málsins eru lögð fram til upplýsinga og kynningar fyrir nefndina. Umsögn nefndarinnar verður afgreidd á fundi í nóvember. 
         
2.      Ósk um deiliskipulagsbreytingu í Svartsengi - 2310066
    HS orka óska eftir heimild til að gera breytingar á deiliskipulagi í Svartsengi. 

Skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar hefur unnið að verkefninu með HS orku í samræmi við bókunum skipulagsnefndar á fundum nefndarinnar nr. 82 og 119 undir máli nr. 2304089. 

Skipulagslýsing vegna verkefnisins lögð fram. 

Skipulagsnefnd heimilar HS orku að vinna breytingu á deiliskipulagi Svartsengis. 

Skipulagsnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og að um hana verði leitað umsagna hjá umsagnaraðilum og kynnt almenningi. 
         
3.      Ósk um skipulagsbreytingar vegna áforma um gasverksmiðju á Reykjanesi - 2310063
    Verkís, fyrir hönd SGGI og Norður PTX Reykjanes ehf., eftir að gerðar verði breytingar á aðalskipulagi Grindavíkur í samræmi við áform um uppbyggingu gasverksmiðju á Reykjanesi. Þá er jafnfram óskað eftir heimild til að hefja vinnu við breytingar á deiliskipulagi Svartsengis, deiliskipulagi svæðis fyrir tilraunaboranir við Eldvörp og deiliskipulagi orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanes. 

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að vinna að breytingum á framangreindum deiliskipulagssvæðum og að fyrir nefndina verði lögð lýsing á skipulagsverkefninu. Nefndin leggur áherslu á að skipulagsbreytingar verði ekki samþykktar fyrr en umhverfismat liggur fyrir. 
         
4.      Umsókn um framkvæmdaleyfi við Þorbjörn - 2310062
    Grindavíkurbær og Reykjanes Unesco Geopark sækja um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við Þorbjörn. Skiplagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfisins með fyrirvara um jákvæða umsögn Umhverfisstofnunar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið þegar umsögnin liggur fyrir. 

Framkvæmdirnar eru í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu. 

Í samræmi við viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. 
         
5.      Borgarhraun 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2306061
    Grenndarkynningartíma vegna umsóknar um byggingarleyfi fyrir Borgarhraun 1 er lokið. Athugasemdir bárust á kynningartímanum. Í athugasemdum er meðal annars bent á að verið sé að breyta einbýlishúsi í fjölbýli. 

Í 31. tl. 1.2.1. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 er skilgreining á því hvað sé fjölbýlishús þ.e. hvert það hús sem í eru tvær eða fleiri íbúðir sem hafa sameiginleg rými. Ljóst er af þeim teikningum sem fylgja umsókninni að óskað er eftir því að skipta mannvirkinu upp í að minnsta kosti 2 íbúðir. Í gildandi aðalskipulagi er tiltekið hvaða hverfi séu fullbyggð í sveitarfélaginu og aðeins tiltekin nokkur svæði þar sem heimilt er að þétta byggð. Borgarhraun 1 er staðsett innan ÍB3. Það hverfi er fullbyggt hverfi samkvæmt aðalskipulagi og ekki er því heimilt að þétta byggð innan Borgarhrauns. 

Einnig eru gerðar athugasemdir við bílastæðin á lóðinni og þann fjölda bíla og aukinnar umferðar sem fylgir fjölgun íbúða á lóðinni. Skipulagsnefnd tekur undir þær athugasemdir sem bárust. 

Með vísan til þessa hafnar skipulagsnefnd umsókninni. 
         
6.      Hafnarfjarðarkaupstaður - umsögn á lýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna Iðnaðarsvæðis I4 - 2309104
    Hafnarfjarðarkaupstaður hefur óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar á lýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 ? 2025 vegna Iðnaðarsvæðisins I4, nr. 0593/2023. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við lýsinguna.

         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659