1654. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 3. október 2023 og hófst hann kl. 15:30.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sat fundinn:
Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka mál á dagskrá með afbrigðum sem 11. mál: 2309151 - Mótun vörumerkjastefnu.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Gestastofa Reykjanes jarðvangs - 2111028
Sviðsstjórar skipulags- og umhverfissviðs og frístunda- og menningarsviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Farið var yfir stöðuna varðandi gestastofu í Kvikunni og viðhaldsþörf húsnæðisins. Lagt fram viðhaldsmat frá OMR verkfræðistofu vegna ytra byrði hússins.
2. Fráveita Grindavíkurbæjar - viðaukabeiðni vegna fjárfestingar 2023 - 2309033
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Óskað er viðauka vegna eignfærðra framkvæmda hjá fráveitu Grindavíkurbæjar. Framkvæmdir ársins 2023 eru þriðji áfangi áætlunar sveitarfélagsins til ársins 2031 í heildarlausn sveitarfélagsins í fráveitumálum, með það að markmiði að allt skólp frá þéttbýli sveitarfélagsins fari í gegnum hreinstöð.
Óskað er viðauka að fjárhæð kr. 64.205.871 og að viðaukinn verði fjármagnaður með auknum gatnagerðargjöldum að upphæð kr. 26.492.000 og að upphæð kr. 37.713.871 með handbæru fé.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
3. Beiðni um viðauka vegna kjarasamninga ofl. - Þjónustumiðstöð - 2309069
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram beiðni um viðauka vegna launaliða á þjónustumiðstöð. Viðaukabeiðni er samtals kr. 7.942.000 sem sundurliðast þannig:
Laun kr. 6.384.000 og launatengd gjöld kr. 1.558.000.
Fjármögnun viðaukans verði með lækkun á bókhaldslykli 21611-1119 - Lagt til hliðar vegna kjarasamninga.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
4. Innviðir fyrir orkuskipti - 2309137
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram erindi frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu þar sem sveitarfélögum er bent á að byggja þurfi hratt upp hleðsluinnviði og dreifi- og flutningskerfi raforku vegna orkuskipta í samgöngum á landi.
5. Beiðni um niðurfellingu leigu - 2309076
Óskað er eftir niðurfellingu á leigu daggæslubils sem nemur kr. 60.000 svo sem lýst er í tölvupósti til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir beiðnina.
6. Umsóknir um starfsstyrki á frístunda- og menningarsviði 2023 - 2304083
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram drög að samningum vegna starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði 2024.
Afgreiðslu málsins frestað.
7. Beiðni um endurskoðun á samstarfssamningi Grindavíkurbæjar við UMFG - 2309023
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
UMFG hefur óskað eftir endurskoðun á samstarfssamningi við Grindavíkurbæ. Bæjarráð óskar eftir fundi með stjórn UMFG.
8. Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga - 2309113
Sveitarfélagið Vogar hefur óskað eftir fundi með fulltrúum Grindavíkurbæjar til að kanna hvort grundvöllur sé til viðræðna um mögulega sameiningu sveitarfélaga á svæðinu.
Bæjarráð Grindavíkur samþykkir að mæta ásamt bæjarstjóra til fundar með fulltrúum Sveitarfélagsins Voga vegna málsins.
9. Slysavarnafélagið Landsbjörg - Erindi frá stjórn - 2309096
Lögð fram áskorun til stjórnvalda frá stjórn Landsbjargar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við forsvarsmenn Landsbjargar vegna málsins.
10. Skógræktarfélag Íslands - ályktun stjórnar - 2309095
Lögð fram ályktun frá stjórn Skógræktarfélags Íslands. Stjórnin óskar eftir því að ályktunin verði tekin til góðfúslegrar skoðunar hjá sveitarfélögunum á Íslandi.
11. Mótun vörumerkjastefnu - 2309151
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram verkáætlun frá Hvíta húsinu fyrir mótun vörumerkjastefnu Grindavíkurbæjar sem styður við stefnumiðaðar markaðsaðgerðir til framtíðar. Kostnaðaráætlun er kr. 1.961.600.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna málið áfram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25.