Fundur 543

  • Bćjarstjórn
  • 27. september 2023

543. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 26. september 2023 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson, varamaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður og  Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður, mætti á fundinn 16:20. 

Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Áður en við göngum til dagskrár þá vill forseti fyrir hönd bæjarstjórnar minnast heiðursborgarans Guðbergs Bergssonar sem lést þann 4. september sl. 91 árs að aldri. 
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar sendir fjölskyldu og vinum Guðbergs innilegar samúðarkveðjur og minnist með virðingu og þakklæti merks manns sem markaði spor í sögu Grindavíkur. 
Ég bið bæjarfulltrúa og aðra fundarmenn að rísa úr sætum og heiðra minningu Guðbergs Bergsonar með stuttri þögn. 

Blessuð sé minning hans.

Dagskrá:

1.      Deiliskipulag íþróttasvæðis (ÍÞ1) - 2106087
    Til máls tók: Ásrún. 

Deiliskipulagstillaga fyrir íþróttasvæði (Í1) lögð fram til samþykktar í auglýsingu. Skipulagsnefnd samþykkir skipulagstillögu með áorðnum breytingum og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa skipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan verður auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða bókun skipulagsnefndar.
         
2.      Aðalskipulagsbreyting íþróttasvæði (ÍÞ1) og íbúðarbyggð (ÍB7) - 2306046
    Til máls tók: Ásrún. 

Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem er í samræmi við samþykkta deiliskipulagstillögu. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar fyrir auglýsingu. 
Einnig að verði engar athugasemdir að hálfu Skipulagsstofnunar þá sé skipulagsfulltrúa falið að auglýsa skipulagstillöguna í framhaldinu samhliða breyttu deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða bókun skipulagsnefndar.
         
3.      Keflavíkurflugvöllur - umsögn á lýsingu nýs aðalskipulags - 2309037
    Til máls tók: Ásrún. 

Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur óskað eftir umsögn við skipulags- og matslýsingu á endurskoðun aðalskipulags Keflavíkurflugvallar 2023-2040. 

Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum þann 18. september sl. og gerði ekki athugasemd og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd og gerir ekki athugasemdir við breytinguna.
         
4.      Hafnarfjarðarkaupstaður - umsögn á auglýstri tillögu aðalskipulagsbreytingar - 2309065
    Til máls tók: Ásrún. 

Hafnarfjarðarkaupstaður hefur óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar við eftirfarandi mál í skipulagsgáttinni: 

Færsla á Hamraneslínu 1 og 2, breyting á aðalskipulagi, nr. 0576/2023: Auglýsing tillögu (Breyting á aðalskipulagi). 

Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum þann 18. september sl. og gerði ekki athugasemd og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd og gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna.
         
5.      Aðalskipulagsbreyting vegna Móa - Miðbæjar í Þorlákshöfn - 2308207
    Til máls tók: Ásrún. 

Sveitarfélagið Ölfus hefur óskað eftir umsögn við eftirfarandi mál: 

Aðalskipulagsbreyting vegna Móa - Miðbæjar í Þorlákshöfn, nr. 0374/2023: Auglýsing tillögu (Breyting á aðalskipulagi). Kynningartími er til 28. september 2023. 

Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum þann 18. september sl. og gerði ekki athugasemd og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd og gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna.
         
6.      Samþykkt um sorphirðu - 2305023
    Til máls tók: Ásrún. 

Lögð fram uppfærð samþykkt um sorphirðu eftir athugasemdir frá heilbrigðisnefnd Suðurnesja. 

Bæjarstjórn samþykkir samþykktina samhljóða.
         
7.      Malbikun gatna - beiðni um viðauka - 2309021
    Til máls tók: Ásrún. 

Lögð er fram viðaukabeiðni vegna malbikunar á árinu 2023. Tölvupóstur frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs lagður fram. 

Óskað er eftir viðauka að fjárhæð 20.000.000 kr. vegna malbikunar gatna á árinu. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á verkefnunum, Hópsskóli, aðkoma að Hópsskóla um 10.000.000 kr. og lækkun á verkefninu 32-115110 Gatnakerfi, nýjar götur um 10.000.000 kr. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
         
8.      Farsæld barna - Beiðni um viðauka - 2309028
    Til máls tók: Ásrún. 

Óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 beggja leikskóla og grunnskóla til að fjármagna hlutverk tengiliða innan skólanna - í þágu farsældar barna. 

Heildarfjárhæð viðaukabeiðni er 5.134.000 kr. og skiptist hún niður á skólana skv. framlögðu minnisblaði. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með hækkun á áætlun staðgreiðslu. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
         
9.      Erasmus ungmennaskiptaverkefni - 2303009
    Til máls tók: Ásrún. 

Óskað er eftir viðauka að upphæð 6.385.000 kr. vegna samskipta ungmennaráða Grindavíkurbæjar og Malaga. Viðaukinn er fjármagnaður með styrk frá Erasmus. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
         
10.      Sóknaráætlun Suðurnesja - tilnefning í Uppbyggingarsjóð Suðurnesja - 2207044
    Til máls tók: Ásrún. 

Birgitta Ramsey Káradóttir hefur óskað eftir því að víkja sæti úr úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja. 

Lagt er til að Eva Lind Matthíasdóttir taki sæti hennar í nefndinni. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tilnefninguna.
         
Birgitta Rán Friðfinnsdóttir mætir á fundinn kl. 16:20
11.      Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
    Til máls tóku: Ásrún og Hallfríður. 

Fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22. júní sl., er lögð fram til kynningar. 
         
12.      Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
    Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Hjálmar og Hallfríður. 

Fundargerð 932. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. september sl. er lögð fram til kynningar.
         
13.      Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
    Til máls tóku: Ásrún og Hallfríður. 

Fundargerð 933. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. september sl., er lögð fram til kynningar.
         
14.      Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023 - 2302049
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð 792. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 30. ágúst sl., er lögð fram til kynningar.
         
15.      Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023 - 2302049
    Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar, Hallfríður, Sævar, bæjarstjóri, Birgitta Hrund og Gunnar Már. 

Fundargerð 793. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 13. september sl., er lögð fram til kynningar.
         
16.      Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2023 - 2303065
    Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Hallfríður, Gunnar Már, Birgitta Hrund og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð 549. fundar Kölku, dags. 15. ágúst sl., er lögð fram til kynningar.
         
17.      Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2301125
    Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Birgitta Hrund, Hallfríður, Hjálmar og Gunnar Már. 

Fundargerð 40. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja, dags. 10. ágúst sl., er lögð fram til kynningar.
         
18.      Bæjarráð Grindavíkur - 1652 - 2308011F 
    Til máls tóku: Ásrún og Hallfríður. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
19.      Bæjarráð Grindavíkur - 1653 - 2309009F 
    Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
20.      Skipulagsnefnd - 124 - 2309002F 
    Til máls tóku: Ásrún, Gunnar Már, Hallfríður, Birgitta Hrund og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
21.      Skipulagsnefnd - 125 - 2309016F 
    Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður og Gunnar Már. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
22.      Fræðslunefnd - 134 - 2309001F 
    Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund, Birgitta Rán og Sævar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
23.      Frístunda- og menningarnefnd - 127 - 2309004F 
    Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, Hallfríður og Sævar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135

Frćđslunefnd / 7. september 2023

Fundur 134

Frćđslunefnd / 29. júní 2023

Fundur 133

Frćđslunefnd / 7. júní 2023

Fundur 132

Bćjarráđ / 17. október 2023

Fundur 1656

Bćjarráđ / 24. október 2023

Fundur 1657

Öldungaráđ / 13. febrúar 2023

Fundur 15

Skipulagsnefnd / 2. október 2023

Fundur 126

Bćjarráđ / 10. október 2023

Fundur 1655

Bćjarráđ / 3. október 2023

Fundur 1654

Afgreiđslunefnd byggingamála / 29. september 2023

77.fundur

Bćjarstjórn / 26. september 2023

Fundur 543

Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023

Fundur 128

Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023

Fundur 127

Skipulagsnefnd / 18. september 2023

Fundur 125

Bćjarráđ / 12. september 2023

Fundur 1653

Skipulagsnefnd / 4. september 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 5. september 2023

Fundur 1652

Bćjarstjórn / 29. ágúst 2023

Fundur 542

Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023

Fundur 123

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2023

Fundur 75

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. ágúst 2023

Fundur 76

Bćjarráđ / 22. ágúst 2023

Fundur 1651

Bćjarráđ / 11. júlí 2023

Fundur 1649