Íţróttavika Evrópu 2023 í Grindavík

  • Fréttir
  • 22. september 2023

Íþróttavika Evrópu er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

#BeActive eru einkunnarorð Íþróttaviku Evrópu sem haldin er í yfir 30 Evrópulöndum vikuna 23.-30. september ár hvert.

LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER

FJÖLSKYLDURATLEIKUR ÞRUMUNNAR
Unglingar í Félagsmiðstöðinni Þrumunni bjóða íbúum í fjársjóðsleit. Fjölskyldur eru hvattar til þess að fara saman í göngutúr og taka þátt í leitinni saman.

KYNNING Á HESTAMANNAFÉLAGINU BRIMFAXA
13:00-14:00, Reiðhöllin
Hestamannafélagið Brimfaxi býður gestum í heimsókn. Reiðhöllin verður opin, kaffi í boði og knapar verða við æfingar sem gestir geta fylgst með. Hesthúsið að Hópsheiði 9 verður jafnframt opið gestum sem vilja kynna sér aðstöðuna.

SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER

KYNNING Á HESTAMANNAFÉLAGINU BRIMFAXA
13:00-14:00, Reiðhöllin
Hestamannafélagið Brimfaxi býður gestum í heimsókn. Reiðhöllin verður opin, kaffi í boði og knapar verða við æfingar sem gestir geta fylgst með. Hesthúsið að Hópsheiði 9 verður jafnframt opið gestum sem vilja kynna sér aðstöðuna.

SÖNGMESSA
20:00, Grindavíkurkirkja
Fátt er betra fyrir líkama og sál en söngur. Grindavíkurkirkja mun hljóma saman í samsöng sem kirkjukórinn leiðir ásamt Kristjáni Hrannari Pálssyni organista og sr. Elínborgu Gísladóttur. Eftir messu verður boðið upp á veitingar í safnaðarheimilinu.

MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER

OPNIR HÓPTÍMAR Í GYMMINU GRINDAVÍK
6:00, 12:00 og 17:15, Gymmið Grindavík
Opnir hóptímar í frábærum félagsskap!

ÞOLÞJÁLFUN FYRIR 65 ÁRA OG ELDRI
8:00 og 9:00, Hópið
Þolþjálfun fyrir 65 ára og eldri í boði Janusar heilsueflingar. Æfingin felur í sér hreyfiteygjur, léttar virknisæfingar, þolþjálfun/göngu, teygjur og stuttar öndunaræfingar. ZUMBA GOLD 11:00, Íþróttahúsið Grindavík Félag eldri borgara í Grindavík býður eldri borgurum í kynningartíma í Zumba Gold undir leiðsögn Jeanette Sicat.

STÓLAJÓGA OG ILJANUDD
12:00, Íþróttahúsið Grindavík
Janus heilsuefling býður íbúum, 65 ára og eldri, upp á stólajóga og iljanudd.

HEILAHEILSA
20:00, Kvikan
Dr. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði segir frá mikilvægi heilaheilsu og hvernig fjölbreytt hugarþjálfun skiptir sköpum þegar viðhalda á góðri heilaheilsu út lífið. Fyrirlesturinn er ætlaður öllum þeim vilja fræðast um heilann og heilaheilsu.

ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER

OPNIR HÓPTÍMAR Í GYMMINU GRINDAVÍK
6:00, 12:00 og 17:15, Gymmið Grindavík
Opnir hóptímar í frábærum félagsskap!

STYRKTARÞJÁLFUN FYRIR 65 ÁRA OG ELDRI
8:00-10:00, Gym heilsa
Þjálfari er á staðnum í líkamsræktinni og kynnir fólk fyrir tækjum í salnum.

BOCCIA
13:00, Íþróttahúsið Grindavík
Félag eldri borgara í Grindavík býður upp á kynningu á boccia. Öll velkomin!

GÖNGUFERÐ MEÐ FJALLAFJÖRI
16:15, Heilsuleikskólinn Krókur
Börnum og fjölskyldum á Heilsuleikskólanum Króki býðst að fara í ferð með Fjallafjöri. Skráningar er þörf. Sjá tölvupóst sem sendur var út á foreldra. 

JAFNRÉTTISÞING
17:00, Gjáin
Grindavíkurbær og félög sem sinna íþrótta- og æskulýðsstarfi í Grindavík standa fyrir jafnréttisþingi í Gjánni. Fjallað verður um jafnréttismál út frá víðu sjónarhorni auk þess sem unnið verður að úrbótaáætlun.

GRINDAVÍK - FJÖLNIR
19:15, HS Orku höllin
Meistaraflokkur kvenna í körfubolta leikur sinn fyrsta heimaleik í vetur. Grindvíkingar eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og styðja stelpurnar.

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER

BOCCIA
9:00, Íþróttahúsið Grindavík
Félag eldri borgara í Grindavík býður upp á kynningu á boccia. Öll velkomin!

OPNIR HÓPTÍMAR Í GYMMINU GRINDAVÍK
12:00 og 17:15, Gymmið Grindavík
Opnir hóptímar í frábærum félagsskap!

HLÁTURJÓGA Á HAUSTFUNDI
19:30, Gjáin
Á fyrsta haustfundi Kvenfélags Grindavíkur mun Marta Eiríksdóttir, rithöfundur og jógakennari,  kynna og kenna hláturjóga. Nýjar félagskonur velkomnar!

FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 

OPNIR HÓPTÍMAR Í GYMMINU GRINDAVÍK
6:00, 12:00 og 17:15, Gymmið Grindavík
Opnir hóptímar í frábærum félagsskap!

STYRKTARÞJÁLFUN FYRIR 65 ÁRA OG ELDRI
8:00 og 10:00, Gym heilsa
Þjálfari er á staðnum í líkamsræktinni og kynnir fólk fyrir tækjum í salnum.

SLÖKUNARJÓGA / JÓGA NIDRA
13:00, Miðgarður
Íbúum sem sækja dagdvölina í Miðgarði er boðið upp á jóga í boði Janusar heilsueflingar.

FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER

OPNIR HÓPTÍMAR Í GYMMINU GRINDAVÍK
6:00 og 17:15, Gymmið Grindavík
Opnir hóptímar í frábærum félagsskap!

BETRI HEILSA Á EFRI ÁRUM
14:00, Gjáin
Starfsfólk Janusar heilsueflingar flytur stutt erindi um mikilvægi heilsuræktar á efri árum.

LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER

FRÍTT Í SUND Í SUNDLAUG GRINDAVÍK
9:00-18:00, Sundlaug Grindavíkur
Sund er einstök heilsubót, hvort heldur það sé sumar eða vetur. Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu er frítt í sund í Grindavík síðasta laugardaginn í september.

OPNIR HÓPTÍMAR Í GYMMINU GRINDAVÍK
10:00, Gymmið Grindavík
Opinn hóptími í frábærum félagsskap!

ALLA VIKUNA

FJÖLSKYLDURATLEIKUR ÞRUMUNNAR
Unglingar í Félagsmiðstöðinni Þrumunni bjóða íbúum í fjársjóðsleit. Fjölskyldur eru hvattar til þess að fara saman í göngutúr og taka þátt í leitinni saman.

EILSUDAGAR Á BÓKASFNINU
Bókasafn Grindavíkur Bækur um hreyfingu, útivist, jóga og útileiki verða aðgengileg og til útláns á bókasafninu.

KOMDU Í KÖRFU!
Íþróttahúsið Grindavík Allar æfingar á vegum körfuknattleiksdeildar UMFG eru opnar nýjum iðkendum. Leikmenn meistaraflokka kíkja í heimsókn þessa viku. Hægt er að skoða æfingatíma á umfg.is. Komdu í körfu!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. júní 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkur

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 17. maí 2024

Fréttabréfiđ Grindvíkingur

Fréttir / 16. maí 2024

Stađa sorphirđu í Grindavík