Fundur 125

  • Skipulagsnefnd
  • 19. september 2023

125. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 18. september 2023 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu:
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður,
Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður,
Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Elísabet Bjarnadóttir, sérfræðingur skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að taka inn mál á dagskrá með afbrigðum sem 3 mál: Deiliskipulagsbreytinga á Hafnargötu og nágrenni, nr. 2309097

Dagskrá:

1.      Deiliskipulag íþróttasvæðis (ÍÞ1) - 2106087
    Jón Stefán Einarsson, frá JEES Arkitektum sat fundinn undir dagskrárliðnum. 

Skipulagsnefnd hefur farið yfir kynntar tillögur og samþykktu tilfærslu íbúðarsvæðis um 12 metra til norðurs frá íþróttamiðstöðinni. Nefndin samþykkti einnig að framsetning skilmála um úthlutun lóða væri fullnægjandi í tillögu deiliskipulagsbreytingarinnar. Þar segir að úthlutun fjölbýlishúsalóðar skuli ekki verða útfærð fyrr en eftir að gervigrasvöllur æfingarsvæðis við lóðina er orðin klár. Þá samþykkir nefndin að lengja byggingarreit fyrir varamannabekki við aðalvöll bæði til norðurs og suðurs um 5 metra (B1b). Möstrin að norðanverðu á æfingasvæði verða við norðurenda vallarins. 

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu með áorðnum breytingum og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa skipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan verður auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið, sbr. mál nr. 2 á þessum fundi. 

Bókun skipulagsnefndar er send til bæjarstjórnar til afgreiðslu. 
         
2.      Aðalskipulagsbreyting íþróttasvæði (ÍÞ1) og íbúðarbyggð (ÍB7) - 2306046
    Jón Stefán Einarsson, frá JEES Arkitektum sat fundinn undir dagskrárliðnum. 

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem er í samræmi við samþykkta deiliskipulagstillögu. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar fyrir auglýsingu. Verði engar athugasemdir að hálfu Skipulagsstofnunar þá er skipulagsfulltrúa fallið að auglýsa skipulagstillöguna í framhaldinu samhliða breyttu deiliskipulagið fyrir íþróttasvæðið, sbr. mál nr. 1 á þessum fundi. 
         
3.      Deiliskipulagsbreytinga á hafnargötu og nágrenni - 2309097
    Jón Stefán Einarsson, frá JEES Arkitektum sat fundinn undir dagskrárliðnum. 

Deiliskipulagsbreyting Hafnargötu tekin til umfjöllunar. Tillögur ræddar ásamt næstu skrefum. 
         
4.      Deiliskipulag við Víðihlíð-aldursskilyrði - 2309042
    Skipulagsnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi við Víðihlíð. Breytingin snertir aðeins textabreytingu á einni tölu, þar sem aldursskilyrði er breytt úr 55 ára í 50 ára. 

Skipulagsnefnd samþykkir að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og fara skuli með breytinguna skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins. Íbúar hverfisins eru nú þegar 50 ára og eldri. 

Skipulagsnefnd samþykkir skipulagsbreytinguna. Í samræmi við viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Skipulagsfulltrúa er falið að uppfæra textabreytingu deiliskipulagsuppdrátt og afgreiða skipulagsbreytinguna til Skipulagsstofnunar í samræmi við skipulagslög. 

         
5.      Umsókn um deiliskipulagsbreytingu - Víkurbraut 66 og 68 - 2309030
    Lögð er fram breyting á deiliskipulagi fyrir Víkurbraut 66 og 68. Áætlað er að sameina lóðirnar svo verði úr Víkurbraut 66. Þá biður umsækjandi um heimild fyrir íbúðarbyggingar á tveimur hæðum með aðkomu frá Suðurhópi. Áætlað er að íbúðir verði um 40 stk., 50-80m2 að stærð með inngarð á milli íbúða og sérgeymsla. 

Skipulagsnefnd samþykkir að málsmeðferð á deiliskipulagsbreytingunni verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðahöfum við Stamphólsveg 3 og 5 ásamt því að kynna hana fyrir bæjarráði. 
         
6.      Fyrirspurn til skipulagsnefndar - Vallarhús - 2309031
    Send er inn fyrirspurn vegna Vallarhúss í gamla bænum. Óskað er eftir að fá að hefja skipulagsvinnu fyrir frístundahús. 

Málinu frestað til næsta fundar. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. 
         
7.      Víkurbraut 36 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2309066
    Sótt er um leyfi til að breyta notkun á bílsskúr í íbúðarhúsnæði að Víkurbraut 36 jafnframt er sótt um að vera með atvinnurekstur fyrir sjúkraþjálfara í hluta af íbúðarhúsnæðinu. 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna umsóknina fyrir lóðarhöfum við Víkurbraut 34 og 38 ásamt Túngötu 7 og 9. 
         
8.      Umsókn um gistiheimili- Vík - 2309070
    Fyrirspurn vegna gistiheimilis í Vík tekin til umfjöllunar. Neðri hæð skiptist í tvær íbúðir með svefnpláss átta manns þrjú svefnherbergi og svefnsófa í stofu. Bílastæði fyrir 4 bíla verða fyrir framan. 

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Grindavíkurbæjar fyrir íbúðarbyggð segir meðal annars eftirfarandi: 

"Umsóknir um nýja gististaði í flokki II, tegund c innan íbúðarbyggðar skal 
skipulagsnefnd sérstaklega fjalla um og skal leyfi til reksturs vera háð ákvörðun nefndarinnar. Við mat á umsókn skal skipulagsnefnd líta til þess að kröfur um bílastæði séu uppfylltar, horfa skal til staðsetningar innan íbúðarbyggðar og aðkomu. Umsóknir sem þessar skulu ávallt grenndarkynntar fyrir nágrönnum ....." 

Skipulagsnefnd leggur það til við umsækjanda að hann sæki um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar á húsnæðinu við Vík. Erindinu skulu fylgja teikningar sem sýna breytingar innan hús og skipulag lóðar. 
         
9.      Fyrirspurn vegna hæðarkóta við Spóahlíð 12-20 - 2309079
    Lóðarhafi við Spóahlíð 12 -20 óskar eftir breytingu á hæðarkótum botnplötu raðhússins. Samkvæmt framlögðum gögnum er hæð húss innan þeirra marka sem deiliskipulagið heimilar m.v. núverandi hæðarkóta á botnplötu. Skipulagsnefnd telur því ekki þörf á að grenndarkynna umbeðnar breytingar á hæðarkótum. 

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að uppfæra útgefið lóðarblað fyrir lóðirnar til samræmi við beiðnina. 
         
10.      Keflavíkurflugvöllur - umsögn á lýsingu nýs aðalskipulags - 2309037
    Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur óskað eftir umsögn við skipulags- og matslýsingu á endurskoðun aðalskipulags Keflavíkurflugvallar 2023-2040. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd. 
         
11.      Hafnarfjarðarkaupstaður - umsögn á auglýstri tillögu aðalskipulagsbreytingar - 2309065
    Hafnarfjarðarkaupstaður hefur óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar við eftirfarandi mál í skipulagsgáttinni: 

Færsla á Hamraneslínu 1 og 2, breyting á aðalskipulagi, nr. 0576/2023: Auglýsing tillögu (Breyting á aðalskipulagi) 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd. 
         
12.      Aðalskipulagsbreyting vegna Móa - Miðbæjar í Þorlákshöfn - 2308207
    Sveitarfélagið Ölfus hefur óskað eftir umsögn við eftirfarandi mál: 

Aðalskipulagsbreyting vegna Móa - Miðbæjar í Þorlákshöfn, nr. 0374/2023: Auglýsing tillögu (Breyting á aðalskipulagi). Kynningartími er til 28.9.2023. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd. 
         
13.      Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2301125
    Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja nr. 39 og 40 lagðar fram til upplýsinga. 
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659