Íbúasamráđ – Hverfisskipulag fyrir Hraun, Vör og Mánahverfi

  • Fréttir
  • 20. september 2023

Síðustu ár hefur Grindavíkurbær unnið að hverfisskipulagi fyrir þá hluta bæjarins sem ekki hafa verið deiliskipulagðir. Fyrsti áfangi þeirrar vinnu var skipulag fyrir Stíga- og Vallahverfi en það öðlaðist gildi í júlí 2022. Nú er komið að seinni áfanga vinnunnar, Hraun, Vör og Mánahverfi.  

Markmið Grindavíkurbæjar með skipulagsgerðinni er að móta heildarstefnu og samræma ákvæði innan hverfisskipulagssvæðisins til að einfalda afgreiðslu leyfisveitinga og gera þær markvissari. Tilgangurinn er að auðvelda ákvörðunarferli vegna framkvæmda og uppbyggingar á svæðinu. Einnig að sjálfbær þróun og hagsmunir íbúa verði ætíð hafðir að leiðarljósi við ákvarðanatöku.

Skipulagslýsing hverfisins var kynnt með auglýsingu í byrjun árs á heimasíðu bæjarins og í Víkurfréttum. Umsagnir bárust frá fimm umsagnaraðilum en engar athugasemdir bárust frá íbúum eða öðrum hagsmunaaðilum. Nú liggur fyrir vinnslutillaga að hverfisskipulaginu þar sem tekið hefur verið mið af umsögnum og ábendingum. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 21. ágúst 2023 að kynna vinnslutillöguna fyrir umsagnaraðilum og íbúum. 

Íbúasamráð er grundvöllur þess að verkefni eins og þetta heppnist vel. Oft eru þá íbúafundir haldnir en að þessu sinni verður átt samráð við íbúa í gegnum samráðsvefsjá eins og gert var fyrir Stíga- og Vallahverfi. Þar gefst íbúum Grindavíkurbæjar kostur á því að senda inn ábendingar varðandi skipulag hverfisins. Ábendingarnar geta verið af ýmsum toga allt frá heimildum til bygginga á lóðum hverfis til uppbyggingar og viðhalds opinna svæða.  

Tillöguna má sjá hér að neðan, þar er greinargerð vinnslutillögu og meðfylgjandi uppdrættir, slóð á myndband með kynningu á samráðsvefnum og slóð á samráðsvef.

Í myndbandinu er hverfisskipulagið kynnt ásamt því að farið er yfir notkun á samráðsvef. 

Einnig er hægt að senda ábendingar á netfangið skipulag@grindavik.is eða í bréfpósti til Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62, 240 Grindavík og merkja, Hverfisskipulag – íbúasamráð. 

Allir íbúar Grindavíkurbæjar eru hvattir til koma með ábendingar á samráðsvefnum um sérstöðu hverfisins eða um staði eða svæði sem þarf að bæta. Frá íbúum hverfisins er aukalega gert ráð fyrir ábendingum hvað varða heimildir á lóðum og má þar nefnda svigrúm fyrir viðbyggingar, útlitsbreytingar, bílskúra o.fl. Athugið að ábendingar eru ekki persónugreinan-legar. 

Frestur til að skila ábendingu verður til og með 6. október 2023. 

Greinargerð vinnslutillögu

Uppdráttur vinnslutillögu 1

Uppdráttur vinnslutillögu 2

Slóð á samráðsvefinn 

Hér fyrir neðan má horfa á kynningarmyndbandið

Hér eru teikningar og lóðatöflur fyrir einstaka götur:

1.    Austurvegur, Mánagata, Mánagerði (17-29) og Mánasund
2.    Marargata og Ránargata
3.    Mánagata (1-15), Túngata og Víkurbraut (30-54 sléttar tölur)
4.    Víkurbraut (23-27), Ásabraut (1-17), Skólabraut og Arnarhraun
5.    Staðarvör, Norðurvör, Suðurvör, Fornavör og Ásabraut (14-16)
6.    Leynisbraut, Leynisbrún og Staðarhraun (31-54)
7.    Víkurbraut (29), Hraunbraut (2), Borgarhraun og Staðarhraun (1-22)
8.    Hvassahraun, Heiðarhraun (1-10) og Efstahraun (2-24)
9.    Hraunbraut (3), Leynisbraut (12-14a), Heiðarhraun (11-25) og Efstahraun (11-34)
10.    Staðarhraun (23-34), Leynisbraut (13a,b,c), Heiðarhraun (24-42) og Efstahraun (23-27)
 

 


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 4. nóvember 2024

Uppbyggingarsjóđur auglýsir eftir umsóknum

Fréttir / 4. nóvember 2024

Bćjarstjóri í kaffispjalli í Kvikunni

Fréttir / 1. nóvember 2024

Samverustundir 10. nóvember 2024

Fréttir / 31. október 2024

Bćjarstjórn skorar á ţingmenn

Fréttir / 29. október 2024

Geir Ólafsson í kaffispjalli í Kvikunni

Fréttir / 29. október 2024

Hvar get ég skilađ bókum frá bókasafninu?

Fréttir / 24. október 2024

Safnahelgi á Suđurnesjum

Fréttir / 21. október 2024

Fréttatilkynning frá Grindavíkurnefnd

Fréttir / 18. október 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 15. október 2024

Hulda Björnsdóttir GK 11 til sýnis í dag

Fréttir / 8. október 2024

Miđvikudagskaffi í Kvikunni

Fréttir / 3. október 2024

Lokasorphirđa á morgun 4 .október

Fréttir / 2. október 2024

Rýmingarflautur prófađar á morgun kl. 11