124. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 4. september 2023 og hófst hann kl. 16:15.
Fundinn sátu:
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Sverrir Auðunsson, varamaður,
Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, varamaður,
Unnar Á. Magnússon, aðalmaður og Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Dagskrá:
1. Aðalskipulagsbreyting íþróttasvæði (ÍÞ1) og íbúðarbyggð (ÍB7) - 2306046
Aðalskipulagsbreyting fyrir íþróttasvæðið (ÍÞ1) lögð fram til umræðu. Fulltrúar frá stjórn UMFG og knattspyrnudeild UMFG mættu á fundinn auk sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og forstöðumanni íþróttamiðstöðvar.
Skipulagnefnd samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á skipulagstillögunni
- Íbúðarsvæði með fram Stamphólsvegi verði fært 10-12 metra frá íþróttamiðstöð.
- Skilmálar um hvenær lóð vegna fjölbýlishús verði úthlutað verði settir inn á deiliskipulagstillögu íþróttasvæðisins.
2. Deiliskipulagsbreyting við Hafnargötu 8 - 2206023
Hrannar Jón Emilsson vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Sótt er um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar við Hafnargötu 8 og Ægisgötu 4 og 4b. Breytingin fellst eingöngu í breyttum lóðamörkum.
Skipulagsnefnd samþykkir að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og fara skuli með breytinguna skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda. Lóðarhafi við Ægisgötu 4 hefur samþykkt tillöguna. Samþykkt með fyrirvara um samþykki lóðarhafa við Seljabót 4b.
Skipulagsfulltrúa falin afgreiðsla málsins samkvæmt skipulagslögum.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna. Í samræmi við viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Skipulagsfulltrúa er falið að uppfæra deiliskipulagsuppdrátt og afgreiða skipulagsbreytinguna til Skipulagsstofnunar í samræmi við skipulagslög.
3. Borgarhraun 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2306061
Tvær tillögur af skipulagi bílastæða á lóð við Borgarhraun 1 lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
Skipulagsnefnd hafnar tillögu 1 af umferðaröryggisástæðum. Sviðssstjóra er falið að grenndarkynna tillögu 2 fyrir lóðarhöfum við Borgarhraun 2 - 10 og Víkurbraut 27.
4. Umferðaröryggismál í Grindavík - 2103082
Lögð fram umferðaröryggisstefna sem kynnt var á heimasíðu Grindavíkurbæjar, frestur til athugasemda var frá 15.júní til og með 6.júlí 2023. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Fulltrúm Grindavíkurbæjar í umferðaröryggismálum verður boðað til fundar skipulagsnefndar 2. október nk.
5. Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 76 - 2308009F
Fundargerð afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála nr. 76 lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.