Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur og Anna Lilja Jóhannsdóttir sérkennari hlutu í sumar hvatningarverðlaun í fræðslumálum fyrir að veita Evolytes námskerfinu brautargengi í Grunnskóla Grindavíkur.
Markamið Evolytes námskerfisins er að kveikja á áhugahvöt barna í stærðfræðinámi með því að vinna með einstaklingsmiðað námskerfi sem byggir á leiðandi kenningum og rannsóknum til að hámarka árangur nemenda í stærðfræði. Námskerfið varð til við þverfaglegar rannsóknir þar sem sálfræðikenningar voru nýttar til þess að bæta námsárangur barna og gera viðhorf þeirra til námsins jákvæðara.
Á tímum örrar tæknibyltingar eru starfrænir náms- og kennsluhættir mikilvægur hlekkur að árangursríkum kennsluháttum með þarfir nemenda að leiðarljósi.
Kennarar eru lykilpersónur þegar kemur að innleiðingu fjölbreyttra kennsluhátta. Anna Lilja sérkennari hefur sýnt frammúrskarandi vinnu með Evolytes námskerfið og metnað við að tileinka sér nýja kennsluhætti til þess að mæta ólíkum þörfum nemenda.
Við óskum Eysteini og Önnu Lilju innilega til hamingju með verðlaunin!