Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) fer fram 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Grindavíkurbær er þátttakandi í vikunni í ár og er stefnt að því að bjóða upp á fjölbreytta viðburði þessa daga.
Grindavíkurbær hvetur íþróttafélög, fyrirtæki, samtök og einstaklinga til þess að taka virkan þátt í íþróttavikunni með því að skipuleggja opnar æfingar, opin hús, viðburði eða aðrar uppákomur sem tengjast líkamlegri eða andlegri heilsu.
Öll þau sem vilja bjóða upp á viðburði í vikunni og birta í dagskrá sem dreift verður í hús í Grindavík eru hvött til þess að senda upplýsingar á eggert@grindavik.is, í síðasta lagi 10. september n.k.