Upptaka af bćjarstjórnarfundi

  • Fréttir
  • 31. ágúst 2023

Bæjarstjórn kom saman á þriðjudaginn eftir sumarleyfi. Til umræðu voru m.a. sorpmál vegna óáreiðanlegrar losunar og að áætlun um losun sé aðgengilegri. Kalka hefur nú sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að losun sé komin og að sorphirðudagatal megi nálgast hér.  

Fundurinn fór fram í beinu streymi og má nálgast upptöku af honum hér fyrir neðan ásamt fundargerð almennra mála. 

Dagskrá:
1. Beiðni um viðauka vegna kjarasamninga ofl. - bæjarskrifstofa - 2308046
Til máls tók: Ásrún.

Lögð fram beiðni um viðauka vegna launaliða á bæjarskrifstofu og tölvudeild. Alls viðaukabeiðni er 11.625.000 sem lagt er til að verði fjármögnuð með lækkun bókhaldsliðar "21611-1119 Lagt til hliðar vegna kjarasamninga" að fjárhæð 8.069.000 og með hækkun á áætlun staðgreiðslu, bókhaldsliður 00010-0021 að fjárhæð 3.556.000 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

2. Ufsasund 16 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2308021
Til máls tók: Ásrún.

Guðlaugsson ehf. sækir um byggingarleyfi á lóðinni Ufsasund 16 skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum frá Faglausnum dagsett 22.07.2023. Umsóknin er í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir lóðina. Á fundi nr. 123 hjá skipulagsnefnd var erindinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða byggingaleyfið.

3. Sorphirða í kjölfar breytinga 2023 - 2308206
Til máls tók: Ásrún.

Þónokkuð hefur borið á kvörtunum íbúa í kjölfar breytinga í 4 flokka kerfi. Nýjar tunnur voru afhentar um mánaðarmótin maí, júní og hefur tíðni sorphirðu verið óljós. Bókun Það er mjög hvimleitt að biðla til fólks að taka upp nýtt verklag og innleiða breytingar þegar innviðir eða skipulag er ekki reiðubúið. Við höfum skilning á því að eitthvað aðlögunarferli þurfi sem hafi áhrif á sorphirðuna og skipulagið, en það er ákjósanlegra að íbúar hafi hugmynd varðandi áætlun sorphirðunnar. Best væri að áætlunin myndi birtast á heimasíðunni sem fyrst, þó hún þyrfti að taka breytingum sem væri hægt að kynna fyrir íbúum jafnóðum. Við óskum eftir því að Kalka birti aðgengilega sorphirðuáætlun sem allra fyrst ásamt því að upplýsa ef sorphirða breytist.

Bæjarstjórn Grindavíkur
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. september 2023

Hjáleiđ vegna viđgerđar á Víkurbraut

Fréttir / 27. september 2023

Upptaka af bćjarstjórnarfundi

Fréttir / 25. september 2023

Heilaheilsa í Kvikunni

Fréttir / 22. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

Fréttir / 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

Fréttir / 21. september 2023

Laugardagsfundir xD aftur á dagskrá

Fréttir / 7. september 2023

Bingó framundan í Víđihlíđ

Fréttir / 15. september 2023

Lausar stöđur viđ Heilsuleikskólann Krók

Fréttir / 15. september 2023

Viltu vera međ í slökkviliđinu?

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 14. september 2023

Hvernig á ađ halda upp á 50 ára afmćli?