Fundur 123

  • Skipulagsnefnd
  • 29. ágúst 2023

123. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 21. ágúst 2023 og hófst hann kl. 16:15.

Fundinn sátu:
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður,
Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, varamaður,
Unnar Á. Magnússon, aðalmaður og Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:
1.      Aðalskipulagsbreyting íþróttasvæði (ÍÞ1) og íbúðarbyggð (ÍB7) - 2306046
    Fyrir liggur tillaga aðalskipulagsbreytingar fyrir íþróttasvæði (ÍÞ1) og íbúðarbyggð (ÍB7) í Grindavík. Í tillögunni felst að íbúðarbyggð (ÍB7) er stækkuð um 5750m2 til suðurs og opið svæði (OP) og íþróttasvæði (ÍÞ1) minnka sem breytingunni nemur. Vinnslutillaga var kynnt skv. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdarfresti til 18. júlí 2023. Skipulagsnefnd tók fyrir þær umsagnir sem komu. 

Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur sviðsstjóra að boða fulltrúa knattspyrnudeildar, framkvæmdastjóra og formann U.M.F.G til næsta fundar. 

         
2.      Hverfisskipulag í Grindavík - 2. áfangi - 2211014
    Uppfærð vinnslutillaga lögð fram fyrir hverfisskipulag Hrauns, Varar og Mánahverfis, greinargerð, uppdráttur og samráðsgátt. 

Skipulagsfulltrúa falið að setja vinnslutillöguna í kynningu fyrir umsagnaraðilum og íbúum hverfisins. 

         
3.      Umsókn um framkvæmdaleyfi við Fagradalsfjall - 2208061
    Framkvæmdaleyfisumsókn tekin fyrir. Umsagnir Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunnar Íslands lagðar fram. 

Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2018-2032. Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdaleyfið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið.
         
4.      Ásabraut 5 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2305070
    Grenndarkynningu vegna byggingaráforma við Ásabraut 5 er lokið án athugasemda. 

Með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða af hálfu skipulagsnefndar. 

Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
         
5.      Heiðarhraun 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2306006
    Grenndarkynningu vegna byggingaráforma við Heiðarhraun 3 er lokið án athugasemda. 

Með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða af hálfu skipulagsnefndar. 

Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
         
6.      Túngata 7 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2306057
    Grenndarkynningu vegna byggingaráforma við Túngötu 7 er lokið án athugasemda þá liggur fyrir umsögn Minjastofnunar Íslands sem gerði ekki athugasemd. 

Með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða af hálfu skipulagsnefndar. 

Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
         
7.      Túngata 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2308018
    Þórhallur Garðarsson fyrir hönd Þórkötlu ehf. óskar eftir byggingarleyfi vegna breytinga á Túngötu 1 skv. svohljóðandi lýsingu: 
Mhl. 01: Steyptur stigi er fjarlægður, inngangur á jarðhæð verður þar sem stigi var. 
Mhl. 02: Gluggi verður settur í vegg þar sem inngangur inn á jarðhæð var, anddyri verður breytt í baðherbergi 
Op á milli mhl. 01 og mhl. 02 verður lokað með vegg, þak stækkar. 

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að grenndarkynna umsóknina fyrir lóðarhöfum við Víkurbraut 30 og Túngötu 3.
         
8.      Ufsasund 16 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2308021
    Guðlaugsson ehf. sækir um byggingarleyfi á lóðinni Ufsasund 16 skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum frá Faglausnum dagsett 22.07.2023. 

Umsóknin er í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir lóðina. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfisumsóknin verði samþykkt. 

Bókun skipulagsnefndar er vísað til bæjarstjórnar. 
         
9.      Kynning á Grænbók um skipulagsmál - 2307089
    Lögð er fram grænbók um skipulagsmál ásamt drögum að greinargerð um stöðu skipulagsmála sem innviðaráðuneytið hefur lagt fram í samráðsgátt til kynningar og umsagnar. 
      
10.      Kynning á tillögu - Deiliskipulag íbúðarbyggðar norðan núverandi íbúðarbyggðar í Grænubyggð í Vogum - 2307084
    Sveitarfélagið Vogar auglýsir kynningu á tillögu að deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar íbúabyggðar í Grænubyggð, nánar tiltekið norðursvæði í gildandi aðalskipulagi. 

Svæðið er skilgreint sem íbúabyggð í gildandi aðalskipulagi en ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að skipuleggja íbúðarbyggð með 334 íbúðum í sérbýlishúsum og fjölbýlishúsum. Gert er ráð fyrir að einbýlishús og parhús á einni hæð verði vestast á svæðinu nær ströndinni en þar fyrir ofan komi lítil fjölbýlishús eða raðhús á tveimur hæðum. Fölbýlishús, allt að 4 hæðir, verða við norðurjaðar svæðisins næst Vatnsleysustrandarvegi. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna.
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20.


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarráð / 10. apríl 2025

Fundur 1680

Innviðanefnd / 26. mars 2025

Fundur 6

Bæjarstjórn / 25. mars 2025

Fundur 583

Bæjarráð / 11. mars 2025

Fundur 1678

Bæjarráð / 4. mars 2025

Fundur 1677

Bæjarstjórn / 26. febrúar 2025

Fundur 582

Bæjarráð / 18. febrúar 2025

Fundur 1676

Innviðanefnd / 17. febrúar 2025

Fundur 5

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73

Afgreiðslunefnd byggingamála / 11. maí 2023

Fundur 72

Innviðanefnd / 16. desember 2024

Fundur 3

Innviðanefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 14. janúar 2025

Fundur 1674

Samfélagsnefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bæjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bæjarráð / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bæjarráð

Innviðanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviðanefnd