Gosstöđvunum lokađ fram á laugardag

  • Almannavarnir
  • 13. júlí 2023

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka gosstöðvunum vegna reykmengunar. Ákvörðunin verður endurskoðuð á laugardag. Í tilkynningu segir að það sé gert til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila.

Gosstöðvarnar voru opnaðar fyrir almenningi á þriðjudag og fjöldi fólks hefur lagt leið sína að þeim.

Mikinn reyk leggur frá gosinu og sérstaklega vegna gróðurelda sem liggja við jörð.

Dregið hefur verulega úr afli og framleiðni eldgossins sem hófst við Litla-Hrút á Reykjanesskaga á mánudaginn.

Þó er meiri kraftur í því en gosum síðustu ára. Ný gosop geta myndast með skömmum fyrirvara, mestar líkur eru á að þau opnist við Litla-Hrút.

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir að ákvörðunin verði ekki endurskoðuð fyrr en á laugardag. Mikil mengun er á staðnum og ekki síst vegna gróðurelda - sem nú á að reyna að slökkva, að sögn Hjördísar.

Lögreglustjóri segist ekki geta tryggt öryggi þeirra sem fara inn á svæðið við þessar aðstæður. Hvasst verður í dag og á morgun við gosstöðvarnar og vindátt er óhagstæð göngufólki. Lokunin tekur þegar gildi.

Margir hætta sér einnig inn á skilgreint hættusvæði og hundsa fyrirmæli viðbragðsaðila.

Meðfylgjandi mynd er tekin við gosgíginn í gær og má sjá hvernig mengun frá sinubruna leggur yfir svæðið. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir