Líklegt ađ aukin virkni sé undanfari eldgoss

  • Almannavarnir
  • 6. júlí 2023

Talið er líklegt að aukin virkni jarðskjálfta á Reykjanesi geti verið undanfari eldgoss. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands þar sem náið er fylgst með gangi mála við Fagradalsfjall og Keili. 

Jarðskjálftahrinan sem hófst 4. júlí 2023 liggur á milli Fagradalsfjalls og Keilis í norðaustur-suðvestur stefnu. Hún hófst á þekktu uppstreymissvæði kviku undir Fagradalsfjalli (nálægt þar sem innskot hófst í júlí 2022) með upptök á um 8 km dýpi sem grynntust upp í um 4 km á um fimm stundum eftir upphaf hrinunnar.

Í nótt dró úr styrk jarðskjálftanna. Það gefur ekki vísbendingu um að minni líkur séu á gosi heldur þéttleiki og dýpt skjálftanna að sögn náttúruvásérfræðings Veðurstofu Íslands.

Virknin er áþekk fyrri skjálftahrinum sem urðu á svæðinu í febrúar-mars og desember 2021 og í júlí-ágúst 2022. Þær hrinur urðu vegna kvikuinnskots á sömu línu. Tvær hrinanna enduðu með eldgosi (í mars 2021 og ágúst 2022).

Hrinan nú er talin vera vegna nýs kvikuinnskots á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Nánar tiltekið svipar yfirstandandandi hrinu til þeirrar sem hófst 30. júlí 2022 þegar innskot varð á sama svæði og endaði með eldgosi fjórum dögum síðar, þann 3. ágúst 2022.

Talið er líklegt að þessi aukna virkni geti verið undanfari eldgoss á næstu stundum eða dögum. Þó getur virknin hætt án þess að til eldgoss komi, en m.t.t. líkinda yfirstandandi hrinu og hrinunni í júlí og ágúst 2022 eru taldar vera auknar líkur á eldgosi.

Aflögun tengd innskotinu og jarðskjálftavirkninni er talin geta komið af stað gikkskjálftum á öðrum sprungum á Reykjanesskaga. 

Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef Veðurstofu Íslands. 

Þá er hægt að fylgjast vel með skjálftavirkninni á vefsíðunni Skjálfralísu. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. júlí 2024

Grindavíkurvegur opinn ađ hluta

Fréttir / 24. júní 2024

Landađ í blíđskaparveđri í Grindavík

Fréttir / 21. júní 2024

Sumarhátíđ Leikskólans Lautar

Fréttir / 18. júní 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkur

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“