Leikhópurinn Lotta sýnir Gilitrutt

  • Skemmtun
  • 4. júlí 2023

Leikhópurinn Lotta sýnir söngleikinn Gilitrutt þriðjudaginn 22.ágúst við Grindavíkurkirkju klukkan 18:00.

Sýningaplan fyrir allar sýningar okkar má finna á www.leikhopurinnlotta.is.
Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur, en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Í sumar eru liðin 10 ár frá því að Gilitrutt var frumsýnd hjá Leikhópnum Lottu en um er að ræða eitt vinsælasta verk hópsins frá upphafi.

Í ævintýrinu um Gilitrutt fléttast saman sögurnar um geiturnar þrjár og Búkollu auk þjóðsögunnar um Gilitrutt.
Að auki fá áhorfendur að kynnast bróður hennar Gilitruttar honum Bárði, fólkinu á bænum Bakka og fleiri skemmtilegum persónum úr Ævintýraskóginum.

Gilitrutt er sýning sem er hugsuð fyrir alla aldurshópa og eiga þar fullorðnir jafnt sem börn að geta skemmt sér saman. Þar sem sýningarnar eru utandyra er um að gera að klæða sig eftir veðri, pakka smá nesti og hella vatni í brúsa og halda svo á vit ævintýranna í Ævintýraskóginum.

Miðaverð 3.500 krónur, frítt fyrir 2ja ára og yngri. Bæði er hægt að nálgast miða á staðnum sem og á tix.is

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Leikarar: Andrea Ösp Karlsdóttir, Rósa Ásgeirsdóttir, Sigsteinn Sigurbergsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson og Sumarliði V Snæland Ingimarsson
Leikskáld: Anna Bergljót Thorarensen
Höfundar tónlistar: Baldur Ragnarsson, Björn Thorarensen, Gunnar Ben og Helga Ragnarsdóttir
Höfundar lagatexta: Baldur Ragnarsson
Hljóðblöndun tónlistar: Axel „Flex“ Árnason
Hljóðblöndun á sýningum: Þórður Gunnar Þorvaldsson
Búningahönnun: Kristína R. Berman og leikhópurinn
Danshöfundur: Sif Elíasdóttir Bachmann, Ágústa Skúladóttir & leikhópurinn
Leikmyndahönnun: Andrea Ösp Karlsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson
Leikmunir: Leikhópurinn 


Deildu ţessari frétt

AĐRIR VIĐBURĐIR

Fréttir / 11. september 2024

Heitavatnslaust suđaustast í Grindavík

Fréttir / 8. september 2024

8. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 16. ágúst 2024

6. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. ágúst 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 14. ágúst 2024

Stuđningur viđ fyrirtćki enn í bođi

Fréttir / 13. ágúst 2024

Atvinnulífiđ af stađ eftir sumarfrí

Fréttir / 12. ágúst 2024

Vel sótt námskeiđ hjá Dale Carnegie