Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti þann 27. júní 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bláa lónsins skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 er gert ráð fyrir reit fyrir verslun og þjónustustofnanir á landsvæði því sem deiliskipulagið nær til. Deiliskipulagið tekur mið af gildandi aðalskipulagi.
Eftirfarandi breytingar eru lagðar til í skipulagstillögunni á skilmálum gildandi deiliskipulags fyrir svæðið.
- Lóðir við Norðurljósaveg 9 og 11 eru sameinaðar í eina lóð Norðurljósaveg 9. Samanlagt byggingarmagn á lóðunum tveimur er óbreytt frá gildandi skipulagi, 19.700 m2.
- Lóð undir þjónustuhús, Norðurljósavegur 9a, við aðkomu að Heilsulind Bláa Lónsins, er stækkuð ásamt því að byggingarreitur fyrir þjónustuhús á lóðinni er stækkaður.
- Lóð við Norðurljósaveg 7 stækkar ásamt því að byggingareitur er stækkaður. Bílastæði breytast og aðkomuvegir færast lítilega til.
- Aðkoma sunnan við Retreat Hótel við Norðurljósaveg 9 er tekin út.
Sjá deiliskipulagsuppdrátt
Sjá greinagerð
Tillagan er aðgengileg frá og með 5. júlí 2023 til og með 17. ágúst 2023 á vef Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is og á vef Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir málsnr. 298/2023.
Tillagan verður einnig til sýnis í afgreiðslu bæjarskrifstofa Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 (2.hæð) frá kl. 8:00 til 15:00 á þriðjudögum og fimmtudögum og frá kl. 9:30 til 15:00 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
Eru þeir sem hafa hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdum eða ábendingum skal skila í skipulagsgátt, þar er farið inn á mál 298/2023 og ýtt á “bæta við umsögn”, frestur er til 17. ágúst 2023. Frekari upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar í síma 420-1100 eða skipulag@grindavik.is.
Atli Geir Júlíusson,
Skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar.