1648. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 27. júní 2023 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi. Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
1. Deiliskipulag miðbæjar í Grindavík - 2211017
Drög að lýsingu fyrir forvali vegna miðbæjarskipulags Grindavíkurbæjar lögð fram. Þá er tillaga nefndarinnar um stærð miðbæjarins sem forvalið á að taka til lögð fram.
2. Breyting á deiliskipulagi Bláa Lónsins í Grindavik - 2306007
Tillaga að breytingu á deiliskipulags í kringum Bláa Lónið í Svartsengi lögð fram. Í Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 er gert ráð fyrir reit fyrir verslun og þjónustustofnanir á landsvæði því sem deiliskipulagið nær til. Deiliskipulagið tekur mið af gildandi aðalskipulagi. Eftirfarandi breytingar eru lagðar til í skipulagstillögunni á skilmálum gildandi deiliskipulags fyrir svæðið. - Lóðir við Norðurljósaveg 9 og 11 eru sameinaðar í eina lóð Norðurljósaveg 9. Samanlagt byggingarmagn á lóðunum tveimur er óbreytt frá gildandi skipulagi, 19.700 m2. - Lóð undir þjónustuhús, Norðurljósavegur 9a, við aðkomu að Heilsulind Bláa Lónsins, er stækkuð ásamt því að byggingarreitur fyrir þjónustuhús á lóðinni er stækkaður. - Lóð við Norðurljósaveg 7 stækkar ásamt því að byggingareitur er stækkaður. Bílastæði breytast og aðkomuvegir færast lítilega til. - Aðkoma sunnan við Retreat Hótel við Norðurljósaveg 9 er tekin út Skipulagsnefnd telur að allar megin forsendur deiliskipulagsins liggi fyrir í aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 og því ekki þörf á málsmeðferð skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd vill þó beina því til umsækjanda að í kjölfar deiliskipulagsbreytingar þessara verði mótuð skýrari stefna um svæðið m.t.t. fjölda gistirýma, byggingarmagns o.s.frv. Skipulagsnefnd samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa skipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á fundi nefndarinnar nr. 122 þann 19. júlí 2023.
Bæjarráð samþykkir bókun skipulagsnefndar.
3. Hópsvegur 1 - breyting á deiliskipulagi - 2303092
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.
4. Samþykkt um sorphirðu - 2305023
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Grindavíkurbæ lögð fram til annarrar umræðu.
Bæjaráð samþykkir samhljóða samþykktina með fyrirvara um jákvæða umsögn Heilbrigðisnefndar Suðurnesja.
5. Land ríkissjóðs í Mölvík í Grindavík - 2306066
Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskaði eftir því að VSÓ Ráðgjöf legði fram verðmat á 52 ha landsvæði í Mölvík. Verðmatið er lagt fram.
6. Sameiginlegt erindi HSS og Grindavíkurbæjar til heilbrigðisráðherra - 2205239
Óskað hefur verið eftir áframhaldandi viðræðum við ríkisvaldið um að gengið verði til samninga vegna málefna heilsugæslunnar í Grindavík. Um er að ræða kaup Grindavíkurbæjar á núverandi húsnæði heilsugæslunnar og leigu ríkisins á efri hæð nýbyggingar sem nú rís við Víðihlíð.
7. Umhverfisstofnun - Samningur um refaveiðar - 2306065
Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun ásamt samningi um refaveiðar sem og áætlun stofnunarinnar um refaveiðar fyrir árin 2023-2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa undir samninginn.
8. Ný vefsíða - 2304078
Upplýsinga- og markaðsfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Uppfærð kröfulýsing fyrir nýjan vef Grindavíkurbæjar og undirstofnanir lögð fram.
Bæjarráð samþykkir kröfulýsinguna og felur upplýsinga- og markaðsfulltrúa að vinna málið áfram.
9. Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
Fundargerð 929. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 9. júní 2023 er lögð fram til kynningar.
10. Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
Fundargerð 930. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. júní 2023 er lögð fram til kynningar.
11. Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
Fundargerð 921. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. mars 2023 er lögð fram til kynningar.
12. Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
Fundargerð 922. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. mars 2023 er lögð fram til kynningar.
13. Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
Fundargerð 923. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. apríl 2023 er lögð fram til kynningar.
14. Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
Fundargerð 924. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. apríl 2023 er lögð fram til kynningar.
15. Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
Fundargerð 925. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. apríl 2023 er lögð fram til kynningar.
16. Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
Fundargerð 926. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. maí 2023 er lögð fram til kynningar.
17. Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
Fundargerð 927. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. maí 2023 er lögð fram til kynningar.
18. Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
Fundargerð 928. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. júní 2023 er lögð fram til kynningar.
19. Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2023 - 2303065
Fundargerð 546. stjórnarfundar Kölku, dags. 11. apríl 2023 er lögð fram til kynningar.
20. Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2023 - 2303065
Fundargerð 547. stjórnarfundar Kölku, dags. 10. maí 2023 er lögð fram til kynningar.
21. Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2023 - 2303065
Fundargerð 548. stjórnarfundar Kölku, dags. 13. júní 2023 er lögð fram til kynningar.
22. Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2301125
Fundargerð 39. stjórnarfundar Svæðisskipulag Suðurnesja, dags. 8. júní 2023 er lögð fram til kynningar.
23. Fundargerðir 2023 - Reykjanesfólkvangur - 2306072
Fundargerð 546. stjórnarfundar Reykjanesfólkvangs dags. 24. apríl 2023 er lögð fram til kynningar.
24. Fundargerðir 2023 - Reykjanesfólkvangur - 2306072
Fundargerð 546. fundar Reykjanesfólkvangs dags. 23. maí 2023 er lögð fram til kynningar.
25. Skipulagsnefnd - 122 - 2306011F
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
26. 50 ára afmælisnefnd Grindavíkurbæjar - 2 - 2306015F
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
27. Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 74 - 2306018F
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25.