Lögð er fram til kynningar tillaga að aðalskipulagsbreytingu íþróttasvæðis (ÍÞ1) og íbúðarbyggðar (ÍB7) í Grindavík. Breytingin felst í að íbúðarbyggð ÍB7 er stækkuð til suðurs meðfram íþróttasvæði ÍÞ1 að miðsvæði M1.
Núverandi svæði sem fellur undir breytingu aðalskipulags er skilgreint sem opið svæði (OP) og íþróttasvæði (IÞ1). Núverandi Íbúðarbyggð (ÍB7) er 11,7 ha og gerir ráð fyrir blöndun fjölbýlis og sérbýlis. Svæði stækkunar ÍB7 er áætlað fyrir fjölbýlishús, í samræmi við byggðamynstur í nágrenni.
Tillagan er samkvæmt meginstefnu aðalskipulags Grindavíkur 2018-2032 og víkur ekki í neinum grundvallaratriðum frá þeirri landnotkunarstefnu sem sett er á svæðinu. Engin vernd byggðar eða náttúru er skilgreind á svæðinu. Breytingin hefur áhrif á svæði um 5750 m2 að stærð, en opna svæðið sem fellt verður inn í íbúðarbyggð (ÍB7) er um 2.350 m2 að stærð og íþróttasvæðið (ÍÞ1) er 3400m2 að stærð. Breytingin felur ekki í sér neina umtalsverða aukningu á byggingarmagni.
Tillagan er í samræmi við fyrirhugaðar deiliskipulagsbreytingar innan íþróttasvæðis Grindavíkur sem verður auglýst samhliða aðalskipulagstillögunni að lokinni kynningu tillögu þessarar og athugun Skipulagsstofnunar.
Vinnslutillaga breytingar á deiliskipulagi íþróttasvæðisins var kynnt á vel sóttum íbúafundi þann 14. febrúar 2023, á heimsíðu Grindavíkurbæjar þann 2. mars og í Víkurfréttum þann 8. mars.
Íbúar fengu tækifæri til að gera athugasemd við vinnslutillögu deiliskipulagsins frá 2. mars 2023 til og með 19. mars 2023 og umsagnaraðilar á tímabilinu 21. febrúar 2023 til og með 7. mars 2023.
Bæjarráð Grindavíkurbæjar samþykkti á fundi nr. 1647 þann 20. júní 2023 að kynna aðalskipulagstillöguna í samræmi við 1. og 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Opið hús verður hjá skipulagsfulltrúa á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62, fimmtudaginn 11. júlí 2023 kl. 10, auk þess sem hægt er að sjá tillöguna hér að neðan:
Opið er fyrir athugasemdir, ábendingar og/eða umsagnir til 18. júlí 2023 sem skulu berast Grindavíkurbæ í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is), mál nr. 276/2023.
Frekari upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar í síma 420-1100 eða skipulag@grindavik.is skipulag@grindavik.is
Vinnslutillaga aðalskipulagstillögu