74. fundur Afgreiðslunefndar byggingarmála haldinn á skrifstofu byggingafulltrúa, fimmtudaginn 22. júní 2023 og hófst hann kl. 13:00.
Fundinn sátu:
Íris Gunnarsdóttir, Lögfræðingur skipulags- og umhverfissviðs,
Atli Geir Júlíusson, Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs,
Hjörtur Már Gestsson, Byggingarfulltrúi,
Elísabet Bjarnadóttir. Sérfræðingur skipulags- og umhverfissviðs,
Fundargerð ritaði: Hjörtur Már Gestsson, byggingarfulltrúi.
Dagskrá:
1. Hraun 129179 - Umsókn um byggingarheimild Niðurrif - Flokkur 1, - 2304054
Tekið er fyrir mál Harðar Sigurðssonar vegna einbýlishúss (N2092758) á jörðinni Hraun (L129179) meðumsækjendur eru Gísli Grétar Sigurðsson og Margrét Sigurðardóttir.
Máli var frestað á síðasta fundi þar til niðurstaða minjastofnunar lægi fyrir.
Minjastofnun gerir ekki athugasemd við að húsið verði rifið.
Niðurrifsheimild er því veitt.
2. Hafnargata 20-22 20R - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2212021
Þorbjörn hf. óskar sækir um byggingarleyfi til að byggja geymslu við núverandi húsnæði fyrirtækisins við Hafnargötu 20-22.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrðum 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
3. Hópsheiði 10 - Umsókn um byggingarleyfi - 2306056
Kári Guðmundsson sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á hesthúsi við Hópsheiði 10.
Í samræmi við bókun skipulagsnefndar á fundi 122, eru byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrðum 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
4. Hópsheiði 12 - Umsókn um byggingarleyfi - 2306055
Jóhann Þór Ólafsson sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á hesthúsi við Hópsheiði 12.
Í samræmi við bókun skipulagsnefndar á fundi 122, eru byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrðum 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
5. Hópsheiði 8 - Umsókn um byggingarleyfi - 2306052
Magnús Kristján Guðjónsson sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á hesthúsi við Hópsheiði 8.
Í samræmi við bókun skipulagsnefndar á fundi 122, eru byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrðum 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45.