Fundur 1647

  • Bćjarráđ
  • 21. júní 2023

1647. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 20. júní 2023 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson, varamaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi. Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka á dagskrá þrjú mál með afbrigðum: Sem 11. mál; 2106087 - Deiliskipulag íþróttasvæðis (ÍÞ1), sem 12. mál; 2306046 - Aðalskipulagsbreyting íþróttasvæði (ÍÞ1) og íbúðarbyggð (ÍB7) og sem 13. mál; 2306068 - Forkaupsréttur vegna sölu á Víkurbraut 36. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Gestastofa Reykjanes jarðvangs - 2111028
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagkrárlið. Lagðar fram uppfærðar tillögur hönnunarfyrirtækisins Gagarín að gestastofu Reykjanes Geopark í Kvikunni. Stefnt er að því að gestastofan opni fyrir almenningi vorið 2024. Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa undir samning um hönnun og uppbyggingu gestastofunnar.

Bæjarráð samþykkir viðauka á fjárfestingaáætlun 2023 vegna uppbyggingar gestastofunnar að fjárhæð 50.000.000 kr. sem fjármagnaður verður með styrkjum.

2. Stefnumótun Reykjanes Geopark - 2306035
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagkrárlið.

Stefnumótunarskýrsla ásamt aðgerðaáætlun og forgangsröðun fyrir Reykjanes Geopark lögð fram.

3. Úttekt á jafnréttismálum í íþrótta- og frístundastarfi í Grindavík - 2212012
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagkrárlið. Jafnréttisúttekt á íþrótta- og æskulýðsstarfi í Grindavík sem unnin var af RHA

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri vorið 2023 er lögð fram.

4. Umsókn um styrk vegna Sjómannaballsins 2023 - 2305088
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagkrárlið. Lagður fram tölvupóstur frá UMFG, dags. 23.05.2023 þar sem óskað er eftir styrk vegna sjómannadagsballs körfuknattleiksdeildar UMFG. Sævar Þór vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

5. Umsóknir um starfsstyrki á frístunda- og menningarsviði 2023 - 2304083
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagkrárlið. Farið yfir umsóknir um starfsstyrki á frístunda- og menningarsviði og umræður í frístunda- og menningarnefnd um úthlutun styrkja vegna ársins 2024.

6. Starfsemi Kvikunnar - 2306049
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagkrárlið. Rætt var um stöðu Kvikunnar í skipuriti Grindavíkurbæjar.

Bæjarráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

7. Fjárfesting 2023 - Stúka, veggur o.fl. í nýjan íþróttasal - 2306053
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvið sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Sævar Þór vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins. Lagður fram tölvupóstur frá körfuknattleiksdeild UMFG, dags. 23.05.2023. Lögð fram beiðni um viðauka við fjárfestingaráætlun 2023 vegna aðgerða í nýja íþróttasalnum að fjárhæð 7.251.000 kr. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á verkefninu 32-11231.

Bæjarráð samþykkir viðaukabeiðnina.

8. Félagsaðstaða eldri borgara - framkvæmd - 2212071
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvið sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Tilkynning frá heilbrigðisráðuneytinu um úthlutun úr framkvæmdasjóði aldraðra vegna framkvæmda Grindavíkurbæjar við félagsaðstöðu eldri borgara lögð fram. Jafnframt er framvinduskýrsla verkeftirlits nr. 1 lögð fram.

9. Beiðni um viðauka - Lekaleit veitukerfis - 2306036

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvið sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Borið hefur á því að óútskýrt næturrennsli vatnsveitu Grindavíkur hafi aukist á síðustu misserum. Ráðast þarf í umfangsmikla lekaleit til að ráða bót á þessum málum. Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð 11.760.000 kr. vegna neðangreindra lykla vatnsveitunnar: Lykill 2853. Hækkun um 1.200.000 kr. Lykill 2062. Hækkun um 60.000 kr. Lykill 4344. Hækkun um 500.000 kr. Lykill 4976. Hækkun um 10.000.000 kr.

Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð 11.760.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

10. Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, skipulag- og þjónustugjöld - 2306041
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvið sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Drög að breyttri gjaldskrá byggingarleyfis-, skipulags- og þjónustugjalda Grindavíkurbæjar lögð fram.

Bæjarráð samþykkir breytta gjaldskrá og felur sviðstjóra að senda í birtingu í Stjórnartíðindum.

11. Deiliskipulag íþróttasvæðis (ÍÞ1) - 2106087
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvið sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Deiliskipulagstillaga fyrir íþróttasvæðið lögð fram. Á fundi skipulagsnefndar nr. 122 þann 19. júní 2023 var eftirfarandi bókun vísað til afgreiðslu bæjarráðs: "Uppfærð deiliskipulagstillaga fyrir íþróttasvæði ÍÞ1 lögð fram í kjölfar breytinga á tillögunni eftir fund nefndarinnar nr. 121. Vinnslutillaga deiliskipulagsins var kynnt á vel sóttum íbúafundi þann 14. febrúar 2023, á heimsíðu Grindavíkurbæjar þann 2. mars og í Víkurfréttum þann 8. mars. Íbúar og umsagnaraðilar fengu tækifæri til að gera athugasemd við vinnslutillöguna til og með 19. mars 2023. Frá því að vinnslutillagan var kynnt hafa verið gerðar eftirfarandi breytingar á skipulagstillögunni: - Fjölbýlishús norðan sundlaugar örlítið fært til. - Kjallara undir sundlaugarbyggingu (B1) stækkaður. - Skerpt á skilmálum um byggingar á svæðinu. - Skipulag svæðis austan við Austurveg 3c ( Hópið) gert skýrara. Tveir knattspyrnuvellir settir fram á uppdrátt ásamt því að golfvöllur sem er á svæðinu í dag er settur inn.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og að hún verði auglýst, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br., samhliða aðalskipulagsbreytingu fyrir íþróttasvæði (ÍÞ1) og íbúðarbyggðar(ÍB7)."

Bæjarráð samþykkir bókun skipulagsnefndar.

12. Aðalskipulagsbreyting íþróttasvæði (ÍÞ1) og íbúðarbyggð (ÍB7) - 2306046
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvið sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Lögð er fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu íþróttasvæðis (ÍÞ1) og íbúðarbyggðar (ÍB7). Á fundi skipulagsnefndar nr. 122 þann 19. júní 2023 var eftirfarandi bókun vísað til afgreiðslu bæjarráðs: "Breytingin felst í að íbúðarbyggð ÍB7 er stækkuð til suðurs meðfram íþróttasvæði ÍÞ1 að miðsvæði M1, núverandi svæði sem fellur undir breytingu aðalskipulags er skilgreint sem opið svæði (OP) og íþróttasvæði (IÞ1). Núverandi Íbúðarbyggð (ÍB7) er 11,7 ha og gerir ráð fyrir blöndun fjölbýlis og sérbýlis. Svæði stækkunar ÍB7 er áætlað fyrir fjölbýlishús, í samræmi við byggðamynstur í nágrenni. Tillagan er samkvæmt meginstefnu aðalskipulags Grindavíkur 2018-2032 og víkur ekki í neinum grundvallaratriðum frá þeirri landnotkunarstefnu sem sett er á svæðinu. Engin vernd byggðar eða náttúru er skilgreind á svæðinu. Breytingin hefur áhrif á svæði um 5750m2 að stærð, en opna svæðið sem fellt verður inn i íbúðarbyggð (ÍB7)er um 2.350m2 að stærð og íþróttasvæðið (ÍÞ1) er 3400m2 að stærð. Breytingin felur ekki í sér neina umtalsverða aukningu á byggingarmagni.

Tillagan er í samræmi við fyrirhugaðar deiliskipulagsbreytingar innan íþróttasvæðis Grindavíkur. Vinnslutillaga breytingar á deiliskipulagi íþróttasvæðisins var kynnt á vel sóttum íbúafundi þann 14. febrúar 2023, á heimsíðu Grindavíkurbæjar þann 2. mars og í Víkurfréttum þann 8. mars. Íbúar og umsagnaraðilar fengu tækifæri til að gera athugasemd við vinnslutillöguna til og með 19. mars 2023. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa Grindavíkurbæjar að kynna aðalskipulagstillöguna í samræmi við 1. og 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br."

Bæjarráð samþykkir bókun skipulagsnefndar.

13. Forkaupsréttur vegna sölu á Víkurbraut 36 - 2306068
Gerður hefur verið kaupsamningur um íbúð í húsinu nr. 36 við Víkurbraut í Grindavík (F209-2538). Sem þinglýstur landeigandi á Grindavíkurbær forkaupsrétt að eigninni.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti.

14. Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2301125
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvið sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Fundargerð 38. fundar svæðisskipulags Suðurnesja þann 12.05.23 er lögð fram til kynningar.

15. Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 73 - 2306007F
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvið sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

16. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023 - 2302049
789. fundargerð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þann 16.05.23 er lögð fram til kynningar.

17. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023 - 2302049
790. fundargerð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þann 22.05.23 er lögð fram til kynningar.

18. 2023 Fundargerðir stjórnarfunda Keilis - 2302123
Fundargerð aðalfundar Keilis ehf. þann 23.05.2023 er lögð fram til kynningar.

19.Frístunda- og menningarnefnd - 126 - 2306009F
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135

Frćđslunefnd / 7. september 2023

Fundur 134

Frćđslunefnd / 29. júní 2023

Fundur 133

Frćđslunefnd / 7. júní 2023

Fundur 132

Bćjarráđ / 17. október 2023

Fundur 1656

Bćjarráđ / 24. október 2023

Fundur 1657

Öldungaráđ / 13. febrúar 2023

Fundur 15

Skipulagsnefnd / 2. október 2023

Fundur 126

Bćjarráđ / 10. október 2023

Fundur 1655

Bćjarráđ / 3. október 2023

Fundur 1654

Afgreiđslunefnd byggingamála / 29. september 2023

77.fundur

Bćjarstjórn / 26. september 2023

Fundur 543

Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023

Fundur 128

Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023

Fundur 127

Skipulagsnefnd / 18. september 2023

Fundur 125

Bćjarráđ / 12. september 2023

Fundur 1653

Skipulagsnefnd / 4. september 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 5. september 2023

Fundur 1652

Bćjarstjórn / 29. ágúst 2023

Fundur 542

Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023

Fundur 123

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2023

Fundur 75

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. ágúst 2023

Fundur 76

Bćjarráđ / 22. ágúst 2023

Fundur 1651

Bćjarráđ / 11. júlí 2023

Fundur 1649