Fundur 122

  • Skipulagsnefnd
  • 21. júní 2023

122. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 19. júní 2023 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu:
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður,
Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður,
Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að taka inn mál á dagskrá með afbrigðum sem 16. mál: Borgarhraun 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2306061 

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.      Aðalskipulagsbreyting íþróttasvæði (ÍÞ1) og íbúðarbyggð (ÍB7) - 2306046
    Lögð er fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu íþróttasvæðis (ÍÞ1) og íbúðarbyggðar (ÍB7). 

Breytingin felst í að íbúðarbyggð ÍB7 er stækkuð til suðurs meðfram íþróttasvæði ÍÞ1 að miðsvæði M1, núverandi svæði sem fellur undir breytingu aðalskipulags er skilgreint sem opið svæði (OP) og íþróttasvæði (IÞ1). Núverandi Íbúðarbyggð (ÍB7) er 11,7 ha og gerir ráð fyrir blöndun fjölbýlis og sérbýlis. Svæði stækkunar ÍB7 er áætlað fyrir fjölbýlishús, í samræmi við byggðamynstur í nágrenni. 

Tillagan er samkvæmt meginstefnu aðalskipulags Grindavíkur 2018-2032 og víkur ekki í neinum grundvallaratriðum frá þeirri landnotkunarstefnu sem sett er á svæðinu. Engin vernd byggðar eða náttúru er skilgreind á svæðinu. Breytingin hefur áhrif á svæði um 5750m2 að stærð, en opna svæðið sem fellt verður inn i íbúðarbyggð (ÍB7)er um 2.350m2 að stærð og íþróttasvæðið (ÍÞ1) er 3400m2 að stærð. Breytingin felur ekki í sér neina umtalsverða aukningu á byggingarmagni. 

Tillagan er í samræmi við fyrirhugaðar deiliskipulagsbreytingar innan íþróttasvæðis Grindavíkur. Vinnslutillaga breytingar á deiliskipulagi íþróttasvæðisins var kynnt á vel sóttum íbúafundi þann 14. febrúar 2023, á heimsíðu Grindavíkurbæjar þann 2. mars og í Víkurfréttum þann 8. mars. Íbúar og umsagnaraðilar fengu tækifæri til að gera athugasemd við vinnslutillöguna til og með 19. mars 2023. 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa Grindavíkurbæjar að kynna aðalskipulagstillöguna í samræmi við 1. og 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. 

Bókun skipulagsnefndar er vísað til bæjarráðs til afgreiðslu. 
         
2.      Deiliskipulag íþróttasvæðis (ÍÞ1) - 2106087
    Uppfærð deiliskipulagstillaga fyrir íþróttasvæði ÍÞ1 lögð fram í kjölfar breytinga á tillögunni eftir fund nefndarinnar nr. 121. 

Vinnslutillaga deiliskipulagsins var kynnt á vel sóttum íbúafundi þann 14. febrúar 2023, á heimsíðu Grindavíkurbæjar þann 2. mars og í Víkurfréttum þann 8. mars. Íbúar og umsagnaraðilar fengu tækifæri til að gera athugasemd við vinnslutillöguna til og með 19. mars 2023. Frá því að vinnslutillagan var kynnt hafa verið gerðar eftirfarandi breytingar á skipulagstillögunni: 

- Fjölbýlishús norðan sundlaugar örlítið fært til. 
- Kjallara undir sundlaugarbyggingu (B1) stækkaður. 
- Skerpt á skilmálum um byggingar á svæðinu. 
- Skipulag svæðis austan við Austurveg 3c ( Hópið) gert skýrara. Tveir knattspyrnuvellir settir fram á uppdrátt ásamt því að golfvöllur sem er á svæðinu í dag er settur inn. 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og að hún verði auglýst, í samræmi vð 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br., samhliða aðalskipulagsbreytingu fyrir íþróttasvæði (ÍÞ1) og íbúðarbyggðar(ÍB7). 

Bókun skipulagsnefndar er vísað til bæjarráðs til afgreiðslu. 
         
3.      Breyting á deiliskipulagi Bláa Lónsins í Grindavik - 2306007
    Tillaga að breytingu á deiliskipulags í kringum Bláa Lónið í Svartsengi lögð fram. 

Í Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 er gert ráð fyrir reit fyrir verslun og þjónustustofnanir á landsvæði því sem deiliskipulagið nær til. Deiliskipulagið tekur mið af gildandi aðalskipulagi. 

Eftirfarandi breytingar eru lagðar til í skipulagstillögunni á skilmálum gildandi deiliskipulags fyrir svæðið. 

- Lóðir við Norðurljósaveg 9 og 11 eru sameinaðar í eina lóð Norðurljósaveg 9. Samanlagt byggingarmagn á lóðunum tveimur er óbreytt frá gildandi skipulagi, 19.700 m2. 
- Lóð undir þjónustuhús, Norðurljósavegur 9a, við aðkomu að Heilsulind Bláa Lónsins, er stækkuð ásamt því að byggingarreitur fyrir þjónustuhús á lóðinni er stækkaður. 
- Lóð við Norðurljósaveg 7 stækkar ásamt því að byggingareitur er stækkaður. Bílastæði breytast og aðkomuvegir færast lítilega til. 
- Aðkoma sunnan við Retreat Hótel við Norðurljósaveg 9 er tekin út 

Skipulagsnefnd telur að allar megin forsendur deiliskipulagsins liggi fyrir í aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 og því ekki þörf á málsmeðferð skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd vill þó beina því til umsækjanda að í kjölfar deiliskipulagsbreytingar þessara verði mótuð skýrari stefna um svæðið m.t.t. fjölda gistirýma, byggingarmagns o.s.frv. 

Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa skipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Bókun skipulagsnefndar er send til bæjarstjórnar til afgreiðslu. 


         
4.      Hópsvegur 1 - breyting á deiliskipulagi - 2303092
    Grenndarkynningartíma vegna deiliskipulagstillögu við Hópsveg 1 lauk þann 9. maí sl. Tvær athugasemdir bárust. Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til þess að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust og felur skipulagsfulltrúa að svara þeim er gerðu athugasemd við skipulagstillöguna. 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.
         
5.      Hverfisskipulag í Grindavík - 2. áfangi - 2211014
    Vinnslutillaga að hverfisskipulagi Hrauna, Vara og Mánahverfis lögð fram. 

Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. 
         
6.      Deiliskipulag miðbæjar í Grindavík - 2211017
    Drög að lýsingu fyrir forvali vegna miðbæjarskipulags Grindavíkurbæjar lögð fram til umræðu. 

Skipulagsnefnd líst vel á framlagða tillögu og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram ásamt því að kynna verkefnið fyrir bæjarráði. 
         
7.      Hafnargata 20-22 20R - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2212021
    Hrannar Jón Emilsson vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins. 

Þorbjörn ehf. óskar eftir breytingu á byggingarleyfisumsókn vegna byggingaráforma við Hafnargötu 20-22. Um er að ræða breytingu á byggingarleyfisumsókn sem skipulagsnefnd tók upphaflega fyrir þann 19.12.2022. Breytingin er að geymsla við Hafnargötur 20-22 stækkar um 59,4 m2 skv. framlögðum teikningum. 

Skipulagsnefnd staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag. Þar sem byggingaráformin eru í samræmi við skipulag á svæðinu þá er um fullnaðarafgreiðslu skipulagsnefndar að ræða með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022. Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
         
8.      Hópsheiði 8 - Umsókn um byggingarleyfi - 2306052
    Magnús Kristján Guðjónsson sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á hesthúsi við Hópsheiði 8. Eftir stækkun verður hesthúsið 110 m2 sem er í samræmi við skipulag. 

Í gildandi deiliskipulagi er m.a. kveðið á um að húsin í hesthúsahverfinu megi vera 5,5 m að hæð, séu með mænisþak og heimild sé um að hafa kvist til að koma fyrir kaffistofu á millilofti. Þá skal vegghæð ekki vera hærri en 3,2 m. 

Umsækjandi óskar eftir því að vikið verði frá kröfum um 3,2 m vegghæð. Húsið er ekki með mænisþaki eins og deiliskipulagið gerir ráð fyrir og ekki hægt að koma fyrir kvisti miðlægt í húsinu eins og skilmálar skipulagsins gera ráð fyrir. 

Það er mat nefndarinnar að umfang hesthússins eftir stækkun verði ekki meiri en heimildir deiliskipulags segja til um og því telur nefndin að stækkun á húsinu sé með þeim hætti að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Nefndin samþykkir að vikið sé frá kröfum um 3.2 metra vegghæð vegna umsóknar þessara, enda er vegghæðin í dag hærri en kröfur deiliskipulagssins segja til um. 

Samþykkt á byggingaráformunum byggir því á 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. 

Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 
         
9.      Hópsheiði 10 - Umsókn um byggingarleyfi - 2306056
    Kári Guðmundsson sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á hesthúsi við Hópsheiði 10. Eftir stækkun verður hesthúsið 110 m2 sem er í samræmi við skipulag. 

Í gildandi deiliskipulagi er m.a. kveðið á um að húsin í hesthúsahverfinu megi vera 5,5 m að hæð, séu með mænisþak og heimild sé um að hafa kvist til að koma fyrir kaffistofu á milliofti. Þá skal vegghæð ekki vera hærri en 3,2 m. 

Umsækjandi óskar eftir því að vikið verði frá kröfum um 3,2 m vegghæð. Húsið er ekki með mænisþaki eins og deiliskipulagið gerir ráð fyrir og ekki hægt að koma fyrir kvisti miðlægt í húsinu eins og skilmálar skipulagsins gera ráð fyrir. 

Það er mat nefndarinnar að umfang hesthússins eftir stækkun verði ekki meiri en heimildir deiliskipulags segja til um og því telur nefndin að stækkun á húsinu sé með þeim hætti að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Nefndin samþykkir að vikið sé frá kröfum um 3.2 metra vegghæð vegna umsóknar þessara, enda er vegghæðin í dag hærri en kröfur deiliskipulagssins segja til um. 

Samþykkt á byggingaráformunum byggir því á 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. 

Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
         
10.      Hópsheiði 12 - Umsókn um byggingarleyfi - 2306055
    Jóhann Þór Ólafsson sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á hesthúsi við Hópsheiði 12. Eftir stækkun verður hesthúsið 110 m2 sem er í samræmi við skipulag. 

Í gildandi deiliskipulagi er m.a. kveðið á um að húsin í hesthúsahverfinu megi vera 5,5 m að hæð, séu með mænisþak og heimild sé um að hafa kvist til að koma fyrir kaffistofu á milliofti. Þá skal vegghæð ekki vera hærri en 3,2 m. 

Umsækjandi óskar eftir því að vikið verði frá kröfum um 3,2 m vegghæð. Húsið er ekki með mænisþaki eins og deiliskipulagið gerir ráð fyrir og ekki hægt að koma fyrir kvisti miðlægt í húsinu eins og skilmálar skipulagsins gera ráð fyrir. 

Það er mat nefndarinnar að umfang hesthússins eftir stækkun verði ekki meiri en heimildir deiliskipulags segja til um og því telur nefndin að stækkun á húsinu sé með þeim hætti að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Nefndin samþykkir að vikið sé frá kröfum um 3.2 metra vegghæð vegna umsóknar þessara, enda er vegghæðin í dag hærri en kröfur deiliskipulagssins segja til um. 

Samþykkt á byggingaráformunum byggir því á 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. 

Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
         
11.      Túngata 7 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2306057
    Jörgenzen ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir Túngötu 7. Efri hæð hússins sem byggð er úr timbri er ónýt, því þarf að rífa hæðina og reisa að nýju. Hús veður reist í sömu mynd og það er nú þegar. 

Lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði. Samkvæmt 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.9.12 skipulagsreglugerðar skal fara fram grenndarkynning á byggingaráformunum á ódeiliskipulögðum svæðum. 

Umsóknin snýr að niðurrifi á 2. hæð og uppbyggingu á henni í sömu mynd og hún er í dag það er sú framkvæmd sem skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum við Túngötu 5 og 9 og Víkurbraut 34 og 36. 

Umsækjanda er bent á að sækja um breytta notkun hússins til skipulagsnefndar sérstaklega en á umsókninni má skilja að í húsinu eigi meðal annars að vera gistihús. Slíkri umsókn þarf að skila inn sérstaklega. 

Samkvæmt fasteignaskrá þá er húsið er byggt árið 1927 og samkvæmt 1. mgr. 30. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar er þá skylt að leita álits Minjastofnunar Íslands. Umsögn Minjastofnunar þarf að liggja fyrir áður en skipulagsnefnd tekur erindið fyrir eftir að grenndarkynningu lýkur. 

         
12.      Víkurbraut 66 - Umsókn um lóð - 2305096
    Grindin ehf. sækir um lóðina Víkurbraut 66. Samþykkt að uppfylltum skilyrðum gr. 3.2. reglna um lóðarúthlutanir í Grindavíkurbæ.
         
13.      Víkurbraut 68 - Umsókn um lóð - 2305098
    Grindin ehf. sækir um lóðina Víkurbraut 68. Samþykkt að uppfylltum skilyrðum gr. 3.2. reglna um lóðarúthlutanir í Grindavíkurbæ.
         
14.      Ufsasund 16 - Umsókn um lóð - 2306037
    Óskar Guðlaugsson ehf. sækir um lóðina Ufsasund 16. Samþykkt að uppfylltum skilyrðum gr. 3.2. reglna um lóðarúthlutanir í Grindavíkurbæ.
         
15.      Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, skipulag- og þjónustugjöld - 2306041
    Drög að breyttri gjaldskrá byggingarleyfis-, skipulags- og þjónustugjalda Grindavíkurbæjar lögð fram. Breytingin felst í því að lið 2.1.13 er bætt við gjaldskrá þ.e. vegna rafrænnar undirritunar teikninga. 

Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og vísar gjaldskránni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. 
         
16.      Borgarhraun 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2306061
    Sigurbjörg Gunnarsdóttir sækir um byggingarleyfi vegna Borgarhrauns 1. 

Í umsókninni kemur fram eftirfarandi: Lagðar eru inn reyndarteikingar af húsinu, ásamt því að endurbyggja kvisti sem teknir voru af húsinu fyrir einhverjum árum síðan. Settir verða þrír þakgluggar á húsið. Einnig er sótt um breytta notkun á eigninni, húsið verður fjórar leigueiningar, bílastæðum verður fjölgað frá því sem nú er. Þrjú stæði verða fyrir framan geymsluhúsið, sem í dag er íbúð. Sex stæði verða síðan útbúin á lóð skv. meðfylgjandi teikningum. Þannig að í heildina verða níu stæði við húsið, þá eru stæðin við götuna ekki talin með. Þannig ættu íbúar hússins ekki að þurfa að taka upp götustæðin. 

Skipulagsnefnd frestar erindinu. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. 
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:35.


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bćjarráđ / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bćjarráđ

Innviđanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviđanefnd

Bćjarráđ / 5. nóvember 2024

Fundur 1669

Bćjarstjórn / 29. október 2024

Fundur 578

Innviđanefnd / 10. október 2024

Fundur 1

Samfélagsnefnd / 16. október 2024

Fundur 1

Bćjarráđ / 22. október 2024

Fundur 1668

Bćjarráđ / 8. október 2024

Fundur 1667

Bćjarráđ / 17. september 2024

Fundur 1666

Bćjarstjórn / 24. september 2024

Fundur 577

Bćjarráđ / 10. september 2024

Fundur 1665

Bćjarráđ / 3. september 2024

Fundur 1664

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2024

Fundur 576

Bćjarstjórn / 21. ágúst 2024

Fundur 575

Bćjarráđ / 14. ágúst 2024

Fundur 1663

Bćjarstjórn / 23. júlí 2024

Fundur 574

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Nýjustu fréttir

Samverustundir 8.-13. desember

  • Fréttir
  • 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

  • Fréttir
  • 8. desember 2024

Jólatónleikar 7. desember 2024

  • Tónlistaskólafréttir
  • 4. desember 2024

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík

  • Fréttir
  • 3. desember 2024

Móttökustöđ Kölku lokuđ í dag

  • Fréttir
  • 2. desember 2024