Unnið hefur verið að uppfærslu umferðaröryggisstefnu Grindavíkurbæjar síðan árla árs 2020. Allar fyrrum niðurstöður kannana, ábendingar og umsagnir hafa verið nýttar við vinnslu stefnunnar. Drög að stefnunni er nú aðgengileg hér að neðan og gefst nú íbúum sveitarfélagsins enn tækifæri til að koma með athugasemdir við stefnunni. Í kjölfarið verður hún lögð til samþykktar fyrir skipulagsnefnd og bæjarstjórn.
Stefna Grindavíkurbæjar um umferðaröryggi er stutt og hnitmiðuð og er ætlað að upplýsa íbúa um áherslur Grindavíkurbæjar í umferðaröryggismálum. Markmið umferðaröryggisstefnu er að fækka slysum í umferðinni og gera alla vinnu í málaflokknum markvissari.
Aðgerðaráætlun hvers árs verður ákveðin í fjárhagsáætlunarvinnu á hverju hausti eftir samráð við íbúa, lögreglu, slökkvilið, Vegagerðina, skólasamfélagið, umferðaröryggisnefnd o.s.frv. Framkvæmdir sem þar hafa verið skráðar verða forgangsraðaðar í samræmi við umferðaröryggisstefnunnar.
Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt í mótun og gerð stefnunnar með því að senda inn umsagnir og ábendingar fyrir 6. júlí 2023 á netfangið skipulag@grindavik.is merkt Umferðaröryggisstefna eða í móttöku bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavíkurbær.