126. fundur Frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 14. júní 2023 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Sævar Þór Birgisson, varamaður, Irmý Rós Þorsteinsdóttir, varaformaður, Þórunn Erlingsdóttir, varamaður, Hulda Kristín Smáradóttir, aðalmaður, Auður Arna Guðfinnsdóttir, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn:
Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Fundargerð ritaði: Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Dagskrá:
1. Úttekt á jafnréttismálum í íþrótta- og frístundastarfi í Grindavík - 2212012
Anna Soffía Víkingsdóttir og Sæunn Gísladóttir frá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið og kynntu jafnréttisúttekt á íþrótta- og æskulýðsstarfi í Grindavík sem unnin var vorið 2023.
Sviðsstjóra falið að kynna skýrsluna þeim aðilum sem standa fyrir íþrótta- og æskulýðsstarfi í Grindavík og kalla eftir úrbótaáætlunum.
2. Sjóarinn síkáti 2023 - 2301013
Sjóarinn síkáti fór fram 2.-4. júní sl. Sviðsstjóri fór yfir framkvæmd hátíðarinnar. Lögð var fram frumniðurstaða úr opinni vefkönnun sem frakvæmd var í kjölfar hátíðarinnar.
Frístunda- og menningarnefnd þakkar öllum þeim sem að stóðu að framkvæmd hátíðarinnar og viðburða á meðan henni stóð fyrir sitt framlag.
3. Gestastofa Reykjanes jarðvangs - 2111028
Lagðar fram uppfærðar tillögur hönnunarfyrirtækisins Gagarín að gestastofu Reykjanes Geopark í Kvikunni. Stefnt er að því að gestastofan opni almenningi vorið 2024.
4. Undrun - Dyvyna - 2306032
Lagðar fram tillögur að útilistaverki í Grindavík.
Nefndin felur sviðsstjóra að kanna nánari útfærslu.
5. Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2305109
Lára Lind Jakobsdóttir sækir um starfsstyrk fyrir tónleikum í samræmi við verklagsreglur um úthlutun starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði.
6. Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2305116
Óskar Kristinn Vignisson sækir um starfsstyrk til kvikmyndagerðar í samræmi við verklagsreglur um úthlutun starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði.
7. Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2305123
Listvinafélag Grindavíkur sækir um starfsstyrk fyrir starfsemi félagsins í samræmi við verklagsreglur um úthlutun starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði.
8. Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2305125
Sóknarnefnd Grindavíkurkirkju sækir um starfsstyrk fyrir kórastarfi í samræmi við verklagsreglur um úthlutun starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði.
9. Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2305100
Einherjar sækja um starfsstyrk í samræmi við verklagsreglur um úthlutun starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði.
10. Skil á upplýsingum vegna starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði - 2305001
Innsend gögn frá Grindavíkurkirkju vegna starfsstyrks 2023 lögð fram.
11. Skil á upplýsingum vegna starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði - 2305022
Innsend gögn frá Grindavíkurdætrum vegna starfsstyrks 2023 lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.
Sævar Þór Birgisson Irmý Rós Þorsteinsdóttir
Þórunn Erlingsdóttir Hulda Kristín Smáradóttir
Auður Arna Guðfinnsdóttir