Skólaslit í 1.-9.bekk og viđurkenningar

  • Grunnskólafréttir
  • 6. júní 2023

Síðastliðinn mánudagsmorgun fóru fram skólaslit í 1.-9.bekk og venju samkvæmt voru veittar fjölmargar viðurkenningar. Hver bekkur kom saman í sinni heimastofu með umsjónarkennara og eftir það söfnuðust allir saman í Hópsskóla þar sem vorhátíð fór fram.

Kalka Sorpeyðingarstöð gefur á hverju ári viðurkenningu til nemanda í 5.bekk sem hefur sýnt mikinn áhuga á náttúrunni, umhverfinu og umhverfismálum. Þessi verðlaun í ár hlaut Aron Leví Eyþórsson

.

Viðurkenningu fyrir góðan árangur í textílmennt í 6.bekk fékk Sævar Logi Andrason og var það Halla Kristín Jónsdóttir sem veitti honum viðurkenninguna.

Sævar Logi Andrason fékk einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur í tæknimennt og voru það Erling Einarsson og Ólafur Þorgeirsson sem afhentu honum verðlaunagrip frá Lionsklúbbi Grindavíkur.

Á vorhátíðinni fór fram verðlaunaafhending fyrir stuttmyndagerðina í ensku sem er árlegt verkefni. Margar skemmtilegar og frumlegar myndir voru sýndar eftir nemendur í 8.-10.bekk. Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin og í fyrsta sæti hafnaði myndin Cop Secret með þeim Isabellu, Togga, Heklu, Christian.

Í öðru sæti lentu þeir Davíð, Sölvi, Bergur, Jón Steinar, Heiðar, Annel og Patrekur með myndina Batman. 

í þriðja sæti voru þær Rakel Rós, Þórey Thea, Aníta Rut, Kristjana, Elma og Íris með myndina Snow white.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 1. desember 2023

Útsvarshlutfall ársins 2024

Fréttir / 30. nóvember 2023

Áćtlun um rútuferđir

Fréttir / 29. nóvember 2023

Opnun Grindavíkurhafnar

Fréttir / 24. nóvember 2023

Frekari rýmkun, flutningur stćrri hluta

Fréttir / 23. nóvember 2023

Aukaferđ á leiđ 55 kl.7:05 frá BSÍ ađ FS

Fréttir / 22. nóvember 2023

Til upplýsinga fyrir íbúa Grindavikur.