Mjög góđ afkoma hjá Grindavíkurbć

  • Fréttir
  • 1. júní 2023

Ársuppgjör Grindavíkurbæjar var til umræðu á síðasta bæjarstjórnarfundi þegar ársreikningurinn fyrir árið 2022 var lagður fram í síðari umræðu. Þar kom fram að rekstur bæjarins á síðasta ári skilaði verulega góðri afkomu eða afgangi upp á tæpar 430 milljónir þegar bæði A-hluti og B-hluti eru teknir saman. Áætlun gerði ráð fyrir 38,1 milljón króna í rekstrarafgang.

Rekstur sveitarfélaga skiptist í tvo hluta, annars vegar A-hluta og hins vegar B-hluta. Undir A-hlutann fellur aðalsjóður eða sveitasjóður. Hann er fjármagnaður að hluta til eða öllu leyti með skatttekjum. Þetta eru t.d. málaflokkar félags- og fræðsluþjónustu, frístunda- og menningarmála og skipulags- og byggingarmála. Rekstrarniðurstaða A-hluta er afgangur að fjárhæð 387,9 milljónir króna. Áætlun gerði ráð fyrir 20,7 milljónum króna í rekstrarhalla.

B-hlutinn eru stofnanir bæjarins, fyrirtæki eða aðrar rekstrareiningar sem eru fjármagnaðar með þjónustugjöldum. Má þar t.d. nefna hafnarsjóð, Víðihlíð, vatnsveitu og fráveitu auk félagslegra íbúða. 

Helstu frávik í rekstri samantekinna reikningsskila A og B hluta: 

  • Útsvar og fasteignaskattur eru 204,5 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir. 
  • Framlög Jöfnunarsjóðs eru 158,2 milljónum króna hærri en áætlun. 
  • Aðrar tekjur eru 265,8 milljónum króna hærri en áætlun. 
  • Laun og launatengd gjöld eru 73,0 milljónum króna hærri en áætlun. 
  • Breyting lífeyrisskuldbindingar við B-deild LSR er 25,5 milljónum króna yfir áætlun. 
  • Annar rekstrarkostnaður er 47,5 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir. 
  • Afskriftir eru 16,8 milljónum króna lægri en áætlun. 
  • Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld eru 108,1 milljón króna óhagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir.

Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 11.963,2 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 2.446,2 milljónir króna. 
Lífeyrisskuldbinding hækkar frá árinu 2021 og er 869,2 milljónir króna og þar af er áætluð næsta árs greiðsla 44,0 milljónir króna. 
Langtímaskuldir við fjármálastofnanir eru 204,6 milljónir króna og þar af eru næsta árs afborganir 11,4 milljónir króna. 
Langtímaskuldir við fjármálastofnanir skiptast þannig að 35,6 milljónir eru vegna hafnarinnar og 169,0 milljónir vegna félagslegra íbúða.
Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 9.517,0 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 79,6%. 
Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2. tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nemur 49,6% af reglulegum tekjum. 
Skuldaviðmið skv. 14. gr. reglugerðar nr. 502 frá 2012 er negatíft, bæði í A-hluta og A- og B-hluta. 
Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 942,8 milljónum króna í veltufé frá rekstri sem er 19,1% af heildartekjum en áætlun gerði ráð fyrir veltufé frá rekstri að fjárhæð 479,7 milljónum króna.

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam á árinu 2022 684,0 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 914,6 milljónum króna. Álögð gatnagerðargjöld voru 304,7 milljónir króna á árinu 2022 en áætlun gerði ráð fyrir 200 milljónum króna.

Á árinu voru engin ný lán tekin en afborganir langtímalána voru 11,5 milljónir króna. Handbært fé hækkaði um 320,0 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir lækkun að fjárhæð 319,0 milljónum króna. 
Handbært fé í árslok 2022 var 1.578,8 milljónir króna.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. júlí 2024

Grindavíkurvegur opinn ađ hluta

Fréttir / 24. júní 2024

Landađ í blíđskaparveđri í Grindavík

Fréttir / 21. júní 2024

Sumarhátíđ Leikskólans Lautar

Fréttir / 18. júní 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkur

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“