Dagskrá bćjarstjórnarfundarins 30. maí

  • Fréttir
  • 26. maí 2023

541. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur verður haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 30. maí 2023 og hefst kl. 16:00. Fundinum verður einnig streymt af YouTube síðu bæjarins
Dagskrá:

Almenn mál

1. 2205257 - Kjör forseta bæjarstjórnar og 1. og 2. varaforseta
 

2. 2205250 - Kosning í bæjarráð, sbr. 28. gr. og A lið 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar

3. 2303014 - Ársuppgjör 2022 - Grindavíkurbær og stofnanir
Síðari umræða um ársreikning 2022 Grindavíkurbæjar og stofnana lagður fram til samþykktar.

4. 2304049 - Siðareglur kjörinna fulltrúa Grindavíkurbæjar
Lagðar fram uppfærðar siðareglur kjörinna fulltrúa Grindavíkurbæjar.

Bæjarráð hefur tekið siðareglurnar fyrir á fundi sínum og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

5. 2210035 - Hafnargata 13 - Eigandi Rauði krossinn
Fyrir liggur kauptilboð Grindavíkurbæjar í eignarhluta Rauða krossins að Hafnargötu 13.

Tilboðið var undirritað með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar tilboðinu til samþykktar í bæjarstjórn.

6. 2305023 - Samþykkt um sorphirðu
Samþykkt um sorphirðu er lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

7. 2305024 - Gjaldskrá sorphirðu
Gjaldskrá sorphirðu er lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

8. 2108050 - Samþykkt um hænsnahald
Lögð fram samþykkt um hænsnahald til annarrar umræðu bæjarstjórnar. HES tók samþykktina fyrir á 300. fundi sínum þann 4. maí 2023 og bókaði eftirfarandi: Nefndin fagnar frumkvæði Grindavíkur í þessum málum og hvetur önnur sveitarfélög á svæðinu til að setja sér sambærilega samþykkt.

9. 2305039 - Vinnuaðstaða starfsfólks á bókasafni í Hópsskóla
Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2023 til kaupa á skrifstofuhúsgögnum fyrir starfsmann bókasafns í Hópsskóla að fjárhæð 550.000 kr.

Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.

10. 2305058 - Beiðni um viðauka - Túngata
Lögð fram beiðni um viðauka á fjárhagsáætlun sambýlis á Túngötu vegna ársins 2023. Viðaukinn snýr að tveimur þáttum. Annars vegar framlengingar á 50% stöðugildi frá 1. júlí til ársloka að fjárhæð 2.434.000 kr. Hins vegar er óskað eftir heimild til að breyta starfslýsingum starfsfólks til samræmis við aukið álag og auknar starfsskyldur en það leiðir af sér launaflokkahækkun.

Bæjarráð samþykkir nýjar starfslýsingar sem halda gildi sínu á meðan þetta álagstímabil stendur yfir. Dagsetning nýrra starfslýsinga verði 1. maí 2023. Kostnaðarauki vegna þessa er 3.047.000 á árinu 2023. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 5.481.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

11. 2305021 - Heimild til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar
Með vísan til 8. gr. samþykkta um stjórn Grindavíkurkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar leggur forseti til að fundir bæjarstjórnar verði felldir niður í júní og júlí í sumarleyfi bæjarstjórnar. Jafnframt að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála, í samræmi við 33. gr. sömu samþykkta, nema þar sem lög kveða á um annað.

12. 2304040 - Ungmennaráð Grindavíkur - Fundur með bæjarstjórn
Ungmennaráð Grindavíkur mætir til fundar með bæjarstjórn

Fundargerðir til kynningar
 

13. 2302049 - Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023
Fundargerð 788. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þann 12. apríl 2023 lögð fram til kynningar.

14. 2301125 - Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulag Suðurnesja
Fundargerð 36. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja þann 30. mars 2023 lögð fram til kynningar.

15. 2301125 - Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulag Suðurnesja
Fundargerð 37. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja þann 4. maí 2023 lögð fram til kynningar.

16. 2301117 - Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2023
Fundargerð 300. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja þann 4. maí 2023 lögð fram til kynningar.

17. 2303018 - Fundargerðir - Reykjanes Geopark 2023
Fundargerð 71. fundar Reykjanes jarðvangs ses þann 14. apríl 2023 lögð fram til kynningar.

18. 2304020F - Bæjarráð Grindavíkur - 1642

19. 2305006F - Bæjarráð Grindavíkur - 1643

20. 2305011F - Bæjarráð Grindavíkur - 1644

21. 2304022F - Skipulagsnefnd - 119

22. 2305007F - Skipulagsnefnd - 120

23. 2304017F - Fræðslunefnd - 131

24. 2304021F - Frístunda- og menningarnefnd - 125

25. 2305001F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 489

26. 2304013F - Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 71

27. 2305005F - Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 72

28. 2304016F - 50 ára afmælisnefnd Grindavíkurbæjar - 1

 

26.05.2023

Fannar Jónasson, bæjarstjóri.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. september 2023

Hjáleiđ vegna viđgerđar á Víkurbraut

Fréttir / 27. september 2023

Upptaka af bćjarstjórnarfundi

Fréttir / 25. september 2023

Heilaheilsa í Kvikunni

Fréttir / 22. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

Fréttir / 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

Fréttir / 21. september 2023

Laugardagsfundir xD aftur á dagskrá

Fréttir / 7. september 2023

Bingó framundan í Víđihlíđ

Fréttir / 15. september 2023

Lausar stöđur viđ Heilsuleikskólann Krók

Fréttir / 15. september 2023

Viltu vera međ í slökkviliđinu?

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 14. september 2023

Hvernig á ađ halda upp á 50 ára afmćli?