Dagskrá Sjóarans síkáta 2.-4. júní 2023

  • Fréttir
  • 25. maí 2023

FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ

11:00-22:00 KVIKAN OPIN
Í Kvikunni er upplýsingamiðstöð Sjóarans síkáta, markaðstorg, leiksvæði fyrir yngstu börnin, vöfflusala á vegum UMFG og sýningin „Saltfiskur í sögu þjóðar“ á efri hæð hússins.

14:00-16:00 FROÐURENNIBRAUT Í SLEÐABREKKUNNI
Sett verður upp froðurennibraut í brekkunni ofan við slökkvistöðina fyrir unglinga á öllum aldri.

16:00-18:30 GRINDAVÍK SÍÐDEGIS
Bylgjan verður í beinni útsendingu frá Grindavík með sinn vinsælasta útvarpsþátt.

18:00-19:00 FISKISÚPUKVÖLD NETTÓ VIÐ ÍÞRÓTTAHÚSIÐ
Nettó býður upp á fiskisúpu við íþróttamannvirkin á meðan birgðir endast áður en gengið verður að hátíðarsvæðinu. Börnin fá að snúa lukkuhjóli Nettó og Diskótekið Dísa sér um tónlistina! Mælt er með því að mæta tímanlega.

19:00 ÁFRAM GRINDAVÍKURGANGAN
Litaskrúðganga frá íþróttahúsinu að Húllinu, hátíðarsvæðinu neðan við Kvikuna. Íbúar eru hvattir til að mæta í litríkum klæðnaði, t.d. gulu og/eða bláu. Áfram Grindavík!

19:30-22:00 BRYGGJUTÓNLEIKAR Í HÚLLINU
Grindavíkurbær býður íbúum upp á stórtónleika í Húllinu þar sem fram koma Vinir Ragga Bjarna, KK, Klara Elias, Daniil og FLOTT.

22:00 MAGNÚS KJARTANN Á SJÓMANNASTOFUNNI VÖR
Magnús Kjartan Eyjólfsson, söngvari og gítarleikari í Stuðlabandinu sér til þess að enginn fari heim að loknu bryggjuballi.

22:00 SJÓMANNAPARTÝ MEÐ INGÓ Á FISH HOUSE
Ingó og félagar slá upp alvöru sjómannapartýi í Gígnum á Fish House. Forsala á tix.is. Hægt verður að kaupa miða í hurð.

LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ

11:00-17:00 KVIKAN OPIN
Í Kvikunni er upplýsingamiðstöð Sjóarans síkáta, markaðstorg, leiksvæði fyrir yngstu börnin, vöfflusala á vegum UMFG og sýningin „Saltfiskur í sögu þjóðar“ á efri hæð hússins.

11:30 SKEMMTISIGLING
Sigling fyrir alla fjölskylduna frá Miðgarði. Vinsamlegast mætið tímanlega.

13:00-16:00 ANDLITSMÁLUN
Andlitsmálun fyrir öll börn í Kvikunni.

13:00-17:00 TÍVOLÍ Á HAFNARSVÆÐINU
Frítt í öll leiktæki nema fallturninn í samvinnu við Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Grindavíkur.

14:00 SJÓPYLSA Í GRINDAVÍKURHÖFN
Sjópylsa á ferðinni í Grindavíkurhöfn fyrir börn og aðra ofurhuga.

13:30-14:00 FURÐUFÓTBOLTI
Óhefðbundinn knattspyrnuleikur með undarlegum leikreglum við Kvikuna þar sem sjómenn og landkrabbar eigast við.

14:00 -16:00 SKEMMTIDAGSKRÁ Á HÁTÍÐARSVIÐI
Skemmtidagskrá á hátíðarsviðinu í Húllinu. 14:00 Bestu lög barnanna 14:30 Gunni og Felix 15:00 Team Danskompaní 15:20 Dregið í hurðaleiknum 15:30 BMX brós

16:00-19:00 GÖTUBOLTAMÓT UNGMENNARÁÐS
Ungmennaráð Grindavíkurbæjar stendur fyrir götuboltamóti við Kvikuna fyrir ungmenni, 16 ára og eldri. Skráning og nánari upplýsingar á grindavik.is.

16:00-18:00 KRAKKAKEYRSLA GRINDJÁNA
Félagar í bifhjólaklúbbnum Grindjánum leyfa börnum að sitja aftan á hjólunum og fara hring frá Fiskmarkaðnum.

15:00-18:00 SJÓMANNALÖGIN Á BRYGGJUNNI
Vísis-systkinin syngja gömlu góðu sjómannalögin ásamt hljómsveit á veitingahúsinu Bryggjunni. Frítt inn á meðan húsrúm leyfir.

00:00 SJÓMANNABALL Í ÍÞRÓTTAHÚSINU
Alvöru sjómannaball í íþróttahúsinu. Fram koma Friðrik Dór, Jón Jónsson, Daniil og Herra Hnetusmjör. Miðaverð 4.500 kr. í forsölu og 5.500 kr. í hurð.

SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ

8:00 FÁNAR DREGNIR AÐ HÚNI
Fánar dregnir að húni og bæjarbúar hvattir til að flagga í tilefni Sjómannadagsins.

10:00 SJÓARA SÍKÁTA MÓTIÐ
Golfklúbbur Grindavíkur stendur fyrir opnu texasmóti á Húsatóftavelli. Skráning fer fram á Golfbox. Í fyrra komust færri að en vildu.

11:00-17:00 KVIKAN OPIN
Í Kvikunni er upplýsingamiðstöð Sjóarans síkáta, markaðstorg, leiksvæði fyrir yngstu börnin, vöfflusala á vegum UMFG og sýningin „Saltfiskur í sögu þjóðar“ á efri hæð hússins.

12:30 SJÓMANNADAGSMESSA Í GRINDAVÍKURKIRKJU
Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari. Kór Grindavíkurkirkju leiðir söng undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. Gissur Páll Gissurarson syngur einsöng. Ræðumaður verður Einar Hannes Harðarson.

Að lokinni messu fer fram heiðrun sjómanna í kirkjunni. Að heiðrun lokinni verður gengið að minnisvarðanum Von og lagður blómsveigur til minningar um þá sjómenn sem hafa drukknað. Grindavíkurdætur, undir stjórn Bertu Drafnar Ómarsdóttur, syngja við minnisvarðann.

13:00-17:00 TÍVOLÍ Á HAFNARSVÆÐINU
Frítt í öll leiktæki nema fallturninn í samvinnu við Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Grindavíkur.

13:00-16:00 ANDLITSMÁLUN
Andlitsmálun fyrir öll börn í Kvikunni. 13:00-17:00 VELTIBÍLLINN Hinn sívinsæli veltibíll verður fyrir utan Kvikuna.

13:00-17:00 FISKABÚR Á BRYGGJUKANTINUM
Lifandi sjávardýr í fiskabúrum á bryggjukantinum.

14:00-17:00 HÁTÍÐAR- OG SKEMMTIDAGSKRÁ Á HÁTÍÐARSVIÐI
Hátíðarhöld í tilefni sjómannadagsins og skemmtidagskrá á hátíðarsviðinu í Húllinu.

14:00 Hátíðarræða – Kári Stefánsson,  forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
14:20 Kynning á heiðrunum í tilefni af sjómannadeginum
14:30 Formleg afhending á nýsmíðuðum áttæring
14:40 Grindavíkurdætur
15:00 Latibær
15:20 Sjómannaþrautir

14:30 SÖNGSKEMMTUN Í VÍÐIHLÍÐ
Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson syngja fyrir íbúa í Víðihlíð og gesti þeirra. Að lokinni söngskemmtun er boðið upp á kaffiveitingar.

ALLA HELGINA

Candy-flos, popp, pylsurnar víðfrægu og fleira góðgæti til sölu í Ellubúð Slysavarnadeildarinnar Þórkötlu.

Vöfflur, kaffi og kakó til sölu í Kvikunni til styrktar 3. flokki kvenna í knattspyrnu.

Sölubásar á hátíðarsvæðinu og í Kvikunni.

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Fylgist með á sjoarinnsikati.is.

Erum líka á Facebook og Instagram.


Deildu ţessari frétt