Hver býr hér? - Hurđaleikurinn á leiđ úr prentun

  • Fréttir
  • 22. maí 2023

Fjölskylduleikurinn Hver býr hér? er fastur liður í aðdraganda Sjóarans síkáta hjá mörgum Grindvíkingum. Leikurinn gengur út á að þekkja átta útidyrahurðir í bænum, fylla út getraunablaðið og skila í Kvikuna fyrir kl. 14:00 laugardaginn 3. júní. Dregið verður úr innsendum svarblöðum á hátíðarsviðinu um miðjan dag laugardaginn 3. júní. 

Verðlaunin í ár eru glæsileg:

  • Saltfiskur frá Þorbirni
  • Smjörkremskaka frá Hérastubbi
  • Ostborgaraveisla fyrir fjóra frá Fish house
  • Hamborgaraveisla fyrir fjóra á Sjómannastofunni Vör
  • Brunch hjá Höllu

Svarblöðin eru væntanleg úr prentun um miðja vikuna og verða þau borin í hús í framhaldinu. 


Deildu ţessari frétt