Á hverju ári fara börnin í 1. bekk í heimsókn í fjárhúsin hér í Grindavík. Í ár heimsóttum við hana Þórlaugu sem er einmitt amma hennar Hönnu nemanda í árganginum.
Það var vel tekið á móti okkur og fengum við að sjá hrúta, kindur og lömb. Einnig fengu allir sem vildu að fara á hestbak og rúsínan í pylsuendanum var þegar að Þórlaug bauð upp á nýbakaðar kleinur og djús.
Hér má sjá myndir úr ferðinni.