Upptaka af íbúafundi um breytta flokkun

  • Fréttir
  • 11. maí 2023

Í dag fór fram íbúafundur í Gjánni um breytingu á flokkun. Líkt og fram hefur komið hér á vefsíðunni og víðar er nýtt flokkunarkerfi handan við hornið. Í stað þess að vera með tvær tunnur verður þeim nú fjölgað í þrjár. Pappi og plast verður aðskilið og matarleifum verður safnað saman. 

Kalka hélt í samstarfi við Grindavíkurbæ, íbúafund um málefnið en Innleiðingin hefst í lok maí með nýjum tunnum og heldur áfram fram á haust. Það voru þau Anna Karen Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærnimála hjá Reykjanesbæ og Davor Lucic, rekstrarstjóri móttökustöðva hjá Kölku sem sáu um kynninguna. 

Því miður var tæknin að stríða okkur þegar senda átti út beint streymi. Þann hluta fundarins sem fór út í upphafi má nálgast hér fyrir neðan. Síðan er upptakan af fundinum sem því miður fór ekki í streymi. Nú er þó hægt að horfa á allan fundinn auk þess sem margar mjög góðar og gagnlegar spurningar komu fram hjá gestum fundarins og Anna Karen og Davor svöruðu.

Betri upplausn og upplýsingar um þær glærur sem Anna Karen og Devor kynntu má finna hér. 

Hér fyrir neðan má síðan horfa á fundinn eftir að útsending rofnaði. Þar er Anna Karen að útskýra hvað má fara í brúnu pokana undir lífrænan úrgang. 

Hafi íbúar frekari spurningar varðandi flokkunina má senda póst á heimasidan@grindavik.is eða í gegnum Facebook. Svör við spurningum verða síðan birt á Facebook. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. september 2023

Hjáleiđ vegna viđgerđar á Víkurbraut

Fréttir / 27. september 2023

Upptaka af bćjarstjórnarfundi

Fréttir / 25. september 2023

Heilaheilsa í Kvikunni

Fréttir / 22. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

Fréttir / 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

Fréttir / 21. september 2023

Laugardagsfundir xD aftur á dagskrá

Fréttir / 7. september 2023

Bingó framundan í Víđihlíđ

Fréttir / 15. september 2023

Lausar stöđur viđ Heilsuleikskólann Krók

Fréttir / 15. september 2023

Viltu vera međ í slökkviliđinu?

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 14. september 2023

Hvernig á ađ halda upp á 50 ára afmćli?