Opiđ fyrir umsóknir í Skólasel fyrir skólaáriđ 2023-2024

  • Fréttir
  • 2. maí 2023

Skráning er hafin í Skólasel fyrir komandi vetur og fer hún fram í gegnum íbúagátt Grindavíkurbæjar. 

(Innskráning á íbúagáttina fer fram með rafrænum skilríkum en eyðublaðið má finna undir umsóknir, í kafla 04 Grunnskólar, Leikskólar, skólasel og dagforeldrar og er umsóknin númer 4.05; Umsókn um skólasel.)

Skráning fyrir veturinn 2023-2024 verður opin til og með 9. júní. Börn skráð eftir þann tíma fara á biðlista. 

Í Skólaseli er boðið upp á skóladagvist fyrir nemendur í 1. - 3. bekk. 
Þar gefst foreldrum tækifæri til að lengja veru barna sinna í skólanum eftir að kennslu lýkur til kl. 16:00. 

Einnig er hægt að kaupa 15 mínútur aukalega, eða til 16:15.
Markmið starfsins er að koma til móts við þarfir samfélagsins, foreldra og atvinnulífs með því að skapa börnunum öruggan og notalegan samastað að skóla loknum. 

Dagurinn skiptist í frjálsan leik úti og inni og skipulagt starf svo sem föndur, leiki ofl. Lögð er áhersla á friðsamleg og jákvæð samskipti barna og fullorðinna og að dvölin geti verið lærdómsrík og skemmtileg.

Lokað er í vetrar-, jóla- og páskafríi, einnig á árshátíðardegi og vorgleði. Á öðrum skóladögum, þar sem vikið er frá venjulegu skipulagi s.s. á öskudegi og þemadögum opnar Skólasel um leið og dagskrá skóladagsins lýkur. 

Lokað er á starfsdögum.

Allar upplýsingar fást hjá Eysteini skólastjóra á netfangið eysteinnk@grindavik.is
 
Reglur um þjónustu frístundaheimilis við Grunnskóla Grindavíkur
 
Gjaldskrá Skólasels
Allir dagar til kl. 15:00 - (15.420 kr.-) + síðdegishressing
Allir dagar til kl. 16:00 - (22.580kr.-) + síðdegishressing
Auka 15 mínútur - 190 kr
Síðdegishressing - 300 kr.
*Greitt er í byrjun hvers mánaðar.
 
Afsláttarreglur, gilda með leikskóla og vistun hjá dagforeldri:
Systkinaafsl. 2. barn 50%
Systkinaafsl. 3. barn og fleiri 100%


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. september 2023

Hjáleiđ vegna viđgerđar á Víkurbraut

Fréttir / 27. september 2023

Upptaka af bćjarstjórnarfundi

Fréttir / 25. september 2023

Heilaheilsa í Kvikunni

Fréttir / 22. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

Fréttir / 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

Fréttir / 21. september 2023

Laugardagsfundir xD aftur á dagskrá

Fréttir / 7. september 2023

Bingó framundan í Víđihlíđ

Fréttir / 15. september 2023

Lausar stöđur viđ Heilsuleikskólann Krók

Fréttir / 15. september 2023

Viltu vera međ í slökkviliđinu?

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 14. september 2023

Hvernig á ađ halda upp á 50 ára afmćli?