Fundur 130

  • Frćđslunefnd
  • 2. maí 2023

130. fundur Fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 17. apríl 2023 og hófst hann kl. 16:30.


Fundinn sátu:
Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson, formaður,
Eva Lind Matthíasdóttir, varaformaður,
Eva Rún Barðadóttir, aðalmaður,
Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður,
Snædís Ósk Guðjónsdóttir, aðalmaður. 

Einnig sátu fundinn:
Fríða Egilsdóttir, leikskólastjóri,
Inga Þórðardóttir, skólastjóri,
Hulda Jóhannsdóttir, leikskólastjóri,
Eysteinn Þór Kristinsson, skólastjóri,
Herdís Gunnlaugsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskóla,


Fundargerð ritaði:  Jóhanna Lilja Birgisdóttir, Deildarstjóri skólaþjónustu

Dagskrá:

1.      Skóladagatal Grunnskóla Grindavíkur skólaárið 2023-2024 - 2302112
    Skólastjóri grunnskóla sat undir þessum lið. 

Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri grunnskólans leggur fram skóladagatal skólaársins 2023 - 2024. Fræðslunefnd frestar afgreiðslu málsins. 
         
2.      Áhyggjur af stöðu skólahjúkrunar - 2304008
    Skólastjóri grunnskóla sat undir þessum lið. 

Fræðslunefnd lýsir yfir áhyggjum af stöðu skólahjúkrunar í Grunnskóla Grindavíkur. Það er áhyggjuefni að ekki hefur tekist að ráða í auglýstar stöður. Fræðslunefnd undirstrikar mikilvægi þeirrar lögbundnu þjónustu sem skólaheilsugæslan sinnir í Grunnskóla Grindavíkur. Nefndin óskar eftir að bæjarráð sendi erindi til framkvæmdarstjórnar HSS. 
         
3.      Breyting á skóladagatali 2022-2023 - 2304037
    Skólastjóri grunnskóla sat undir þessum lið. 

Fræðslunefnd samþykkir framlagða breytingu á skóladagatali Grunnskóla Grindavíkur skólaárið 2022-2023 og felur skólastjóra að kynna hana fyrir forráðamönnum hið fyrsta. 

         
4.      Læsisstefna Grindavíkurbæjar - 2304015
    Stjórnendur leikskóla-, grunnskóla og tónlistarskóla ásamt áheyrnarfulltrúa leikskóla sátu undir þessum lið. 

Umræða um heildræna endurskoðun á læsisstefnu Grindavíkurbæjar. 

         
5.      Biðlistar í leikskólum og nemendafjöldi í skólum. - 1601010
    Stjórnendur leikskóla ásamt áheyrnarfulltrúa starfsmanna sátu undir þessum lið. 

Lagt fram minnisblað leikskólaráðgjafa um fjölda barna á biðlista eftir leikskólaplássi ásamt tillögu skólastjórnenda um fjölda barna í hvorum skóla skólaárið 2023-2024. Heilsuleikskólinn Krókur verður með 106 börn og Leikskólinn Laut með 88 börn. Í ágúst verða öll börn 18 mánaða og eldri komin með leikskólapláss miðað við biðlistann í dag. 

         
6.      Sumarlokun leikskóla Grindavíkurbæjar - 2212026
    Stjórnendur leikskóla ásamt áheyrnarfulltrúa starfsmanna sátu undir þessum lið. 

Umræða um tillögu að stytta sumarlokun leikskólans Lautar úr 5 vikum í 4 og samræma þannig sumarlokun Lautar og Króks. Fræðslunefnd vinnur málið áfram. 

         
7.      Starfsumhverfi leikskóla og menntun kennara - 2109132
    Stjórnendur leikskóla ásamt áheyrnarfulltrúa starfsmanna sátu undir þessum lið. 

Umræða um opnun leikskólanna milli jóla og nýárs og mætingu barna á þeim tíma, í tengslum við vinnu um bætt starfsumhverfi leikskóla. Fræðslunefnd mun skoða nánar útfærslu á starfsumhverfi leikskólanna. 
         
8.      Heimgreiðslur til foreldra 12 mánaða gamalla barna sem fá ekki daggæslu fyrir börn sín - 2302005
    Stjórnendur leikskóla ásamt áheyrnarfulltrúa starfsmanna sátu undir þessum lið. 

Nefndin leggur til að foreldrar barna sem náð hafa 12 mánaða aldri geti sótt um heimgreiðslur sem nemur ekki hærri fjárhæð heldur en niðurgreiðsla með börnum hjá dagforeldri. Með þessu er komið til móts við óskir foreldra um fleiri leiðir til að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til barn byrjar í leikskóla. Nefndin telur mikilvægt að skilyrða greiðsluna þannig að fyrir liggi að réttur til fæðingarorlofs sé fullnýttur og barnið sé á biðlista eftir leikskólaplássi í Grindavíkurbæ. 

         
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Afgreiđslunefnd byggingamála / 29. september 2023

77.fundur

Bćjarstjórn / 26. september 2023

Fundur 543

Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023

Fundur 128

Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023

Fundur 127

Skipulagsnefnd / 18. september 2023

Fundur 125

Bćjarráđ / 12. september 2023

Fundur 1653

Skipulagsnefnd / 4. september 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 5. september 2023

Fundur 1652

Bćjarstjórn / 29. ágúst 2023

Fundur 542

Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023

Fundur 123

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2023

Fundur 75

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. ágúst 2023

Fundur 76

Bćjarráđ / 22. ágúst 2023

Fundur 1651

Bćjarráđ / 11. júlí 2023

Fundur 1649

Bćjarráđ / 27. júní 2023

Fundur 1648

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. júní 2023

Fundur 74

Bćjarráđ / 20. júní 2023

Fundur 1647

Skipulagsnefnd / 19. júní 2023

Fundur 122

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2023

Fundur 126

Bćjarráđ / 13. júní 2023

Fundur 1646

Bćjarráđ / 6. júní 2023

Fundur 1645

Skipulagsnefnd / 5. júní 2023

Fundur 121

Skipulagsnefnd / 6. mars 2023

Fundur 116

Skipulagsnefnd / 15. maí 2023

Fundur 120

Bćjarstjórn / 30. maí 2023

Fundur 541

Bćjarráđ / 23. maí 2023

Fundur 1644

Bćjarráđ / 16. maí 2023

Fundur 1643

Frćđslunefnd / 4. maí 2023

Fundur 131

Hafnarstjórn / 8. maí 2023

Fundur 489

Bćjarráđ / 2. maí 2023

Fundur 1642