71. fundur Afgreiðslunefndar byggingarmála haldinn á skrifstofu byggingafulltrúa, miðvikudaginn 19. apríl 2023 og hófst hann kl. 13:00.
Fundinn sátu:
Hjörtur Már Gestsson, byggingarfulltrúi, Soffía Snædís Sveinsdóttir, launafulltrúi, Birgitta H. Ramsay Káradóttir. skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Már Gestsson, byggingarfulltrúi.
Dagskrá:
1. Umsókn um lóð Spóahlíð 12-20 - 2304016
Sveinn Áki Gíslason sækir um lóðirnar Spóahlíð 12-20 fyrir hönd Vargur ehf.
Þar sem fleiri en einn umsækjandi er um lóðirnar þá fór fram spiladráttur.
Dregið var úr tígulsort. Vargur ehf. dró sexu, Hoffell ehf. dró 10.
Lóðum úthlutað til Hoffels ehf.
2. Umsókn um lóð Spóahlíð 12-20 - 2304012
Júlíus Þór Júlíusson sækir um lóðirnar Spóahlíð 12-20 fyrir hönd Hoffells ehf.
Þar sem fleiri en einn umsækjandi er um lóðirnar þá fór fram spiladráttur.
Dregið var úr tígulsort. Vargur ehf. dró sexu, Hoffell ehf. dró 10.
Lóðum úthlutað til Hoffels ehf.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30.