540. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 25. apríl 2023 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Unnar Á Magnússon, varamaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður. Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Í upphafi fundar óskaði forseti eftir heimild til að taka inn mál á dagskrá með afbrigðum sem 6. mál: 2110060 - Deiliskipulag við Þorbjörn. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Ársuppgjör 2022 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2303014
Lilja D. Karlsdóttir, endurskoðandi hjá KPMG, kom á fundinn og fór yfir endurskoðunarskýrslu vegna endurskoðunar ársins 2022.
Aðrir sem til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri,
Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2022 er lagður fram til fyrri umræðu.
Bókun
Rekstrarniðurstaða A-hluta er afgangur að fjárhæð 387,9 milljónir króna. Áætlun gerði ráð fyrir 20,7 milljónum króna í rekstrarhalla. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A og B hluta, er 429,2 milljónir króna í afgang en áætlun gerði ráð fyrir 38,1 milljón króna í rekstrarafgang. Helstu frávik í rekstri samantekinna reikningsskila A og B hluta eru: - Útsvar og fasteignaskattur eru 204,5 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir. - Framlög Jöfnunarsjóðs eru 158,2 milljónum króna hærri en áætlun. - Aðrar tekjur eru 265,8 milljónum króna hærri en áætlun. - Laun og launatengd gjöld eru 73,0 milljónum króna hærri en áætlun. - Breyting lífeyrisskuldbindingar við B-deild LSR er 25,5 milljónum króna yfir áætlun. - Annar rekstrarkostnaður er 47,5 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir. - Afskriftir eru 16,8 milljónum króna lægri en áætlun. - Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld eru 108,1 milljón króna óhagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir.
Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 11.963,2 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 2.446,2 milljónir króna. Lífeyrisskuldbinding hækkar frá árinu 2021 og er 869,2 milljónir króna og þar af er áætluð næsta árs greiðsla 44,0 milljónir króna. Langtímaskuldir við fjármálastofnanir eru 204,6 milljónir króna og þar af eru næsta árs afborganir 11,4 milljónir króna. Langtímaskuldir við fjármálastofnanir skiptast þannig að 35,6 milljónir eru vegna hafnarinnar og 169,0 milljónir vegna félagslegra íbúða.
Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 9.517,0 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 79,6%. Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2. tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nemur 49,6% af reglulegum tekjum. Skuldaviðmið skv. 14. gr. reglugerðar nr. 502 frá 2012 er negatíft, bæði í A-hluta og A- og B-hluta. Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 942,8 milljónum króna í veltufé frá rekstri sem er 19,1% af heildartekjum en áætlun gerði ráð fyrir veltufé frá rekstri að fjárhæð 479,7 milljónum króna.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam á árinu 2022 684,0 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 914,6 milljónum króna. Álögð gatnagerðargjöld voru 304,7 milljónir króna á árinu 2022 en áætlun gerði ráð fyrir 200 milljónum króna.
Á árinu voru engin ný lán tekin en afborganir langtímalána voru 11,5 milljónir króna. Handbært fé hækkaði um 320,0 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir lækkun að fjárhæð 319,0 milljónum króna. Handbært fé í árslok 2022 var 1.578,8 milljónir króna.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2022 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
2. Húsnæðisáætlun Grindavíkurbæjar 2023 - 2302070
Til máls tók: Ásrún.
Húsnæðisáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2023 lögð fram til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir húsnæðisáætlunina samhljóða.
3. Fjárfestingaráætlun 2023 - leiktæki á grunnskólalóð, beiðni um viðauka. - 2303086
Til máls tók: Ásrún.
Tölvupóstur frá umsjónarmanni fasteigna dagsettur 15. mars sl. lagður fram. Sótt er um viðauka að fjárhæð 10.000.000 kr. vegna leiktækja á lóð Hópsskóla. Viðaukinn verði fjármagnaður með tilfærslu á fjárheimildum innan fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2023 af verkefninu Ásabraut 2 - leiktæki og lóð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
4. Framkvæmdir við Túngata 15-17 - beiðni um viðauka - 2303085
Til máls tók: Ásrún.
Tölvupóstur frá umsjónarmanni fasteigna dagsettur 15. mars sl. lagður fram. Sótt er um viðauka að fjárhæð 1.710.000 kr. vegna framkvæmda við Túngötu 15-17. Viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
5. Sérskóli - Beiðni um skólavist - 2303089
Til máls tók: Ásrún.
Lögð fram beiðni um viðauka við áætlun ársins 2023 að fjárhæð 11.900.000 kr. á rekstrareininguna 04221, lykil 9392. Lagt er til að fjármögnun verði með lækkun á handbæru fé.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
6. Deiliskipulag við Þorbjörn - 2110060
Til máls tók: Ásrún.
Deiliskipulagstillaga fyrir Þorbjörn ásamt tillögu að viðbrögðum við umsögnum er tekin fyrir á nýjan leik því það láðist að leggja fram umsögn Utanríkisráðuneytis og Landhelgisgæslu Íslands. Tillagan hefur verið uppfærð til samræmis við tillögu að viðbrögðum við umsögn Utanríkiráðuneytisins og Landhelgisgæslu Íslands. Á fundi bæjarstjórnar nr. 538 voru samþykkt viðbrögð við öðrum umsögnum.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagstillöguna eins og hún er lögð fram á fundinum og tillögu að viðbrögðum við umsögnum um tillöguna. Þá samþykkir bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda hana til Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7. Fundargerðir - Reykjanes Geopark 2023 - 2303018
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Gunnar Már, Birgitta Rán, Birgitta Hrund, Hjálmar og Helga Dís.
Fundargerð 70. fundar Reykjanes jarðvangs ses nr. 70. þann 24. mars 2023 er lögð fram til kynningar.
8. 2023 Fundargerðir stjórnarfunda Keilis - 2302123
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, Helga Dís og Unnar.
Fundargerð 173. fundar stjórnar Keilis, þann 22. febrúar 2023 er lögð fram til kynningar.
9. Bæjarráð Grindavíkur - 1640 - 2303025F
Til máls tóku: Ásrún, Helga Dís, Hjálmar og Birgitta Hrund.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
10. Bæjarráð Grindavíkur - 1641 - 2304007F
Til máls tóku: Ásrún, Helga Dís, Birgitta Hrund, Birgitta Rán, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Unnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
11. Skipulagsnefnd - 118 - 2303026F
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, Gunnar Már, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Unnar, bæjarstjóri, Helga Dís og Hjálmar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
12. Fræðslunefnd - 130 - 2304003F
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund og Helga Dís.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.