Fundur 1640

  • Bćjarráđ
  • 5. apríl 2023

1640. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 4. apríl 2023 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson, varamaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi. Einnig sat fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Fannar Jónasson, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. Rafrænar undirritanir - Fundargerðir - 2301121
Skjalastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Óskað er eftir afstöðu til breytinga á samþykktum bæjarfélagsins til aðlögunar vegna fyrirhugaðra rafrænna undirritana fundargerða. Gera má ráð fyrir að árlegur þjónustukostnaður vegna þessa fyrirkomulags verði um 170.000 kr.

Bæjarráð felur skjalastjóra að gera tillögu að breytingum á samþykktunum og leggja að nýju fyrir bæjarráðsfund. Að því búnu verður málið lagt fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

2. Úttekt á starfsemi slökkviliðsins ásamt stöðu brunavarnaáætlunar - 2303080
Slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem óskað er eftir nánari upplýsingum um hver fyrirhuguð áform Grindavíkurbæjar eru varðandi þau atriði sem þarfnast úrbóta á starfsemi slökkviliðsins.

Slökkviliðsstjóra, formanni bæjarráðs og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

3. Sérskóli - Beiðni um skólavist - 2303089
Málinu er frestað til næsta fundar bæjarráðs.

4. Barnaverndarþjónusta - Tímabundið leyfi - 2303090
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram bréf frá mennta- og barnamálaráðuneytinu þar sem fram kemur að Grindavíkurbær hafi fengið framlengda undanþágu til að reka eigin barnaverndarþjónustu.

5. Víkurbraut 62, 3 hæð - endurbætur - 2303084
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Húsfélagið við Víkurbraut 62 hefur undirritað verksamning við Grindina ehf. vegna þaks á byggingunni. Tekin var til umræðu framtíðarnotkun á 3. hæð byggingarinnar sem er rými í eigu Grindavíkurbæjar.

Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

6. Framkvæmdir við klæðningu á Ásabraut 2 (Grunnskóli Grindavíkur) - 2209068
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Verksamningur við Verkás vegna utanhússklæðningar á Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut 2 lagður fram til upplýsinga.

7. Fjárfestingaráætlun 2023 - leiktæki á grunnskólalóð, beiðni um viðauka. - 2303086
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Tölvupóstur frá umsjónarmanni fasteigna dagsettur 15. mars sl. lagður fram. Sótt er um viðauka að fjárhæð 10.000.000 kr. vegna leiktækja á lóð Hópskóla. Viðaukinn verði fjármagnaður með tilfærslu á fjárheimildum innan fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2023 af verkefninu Ásabraut 2 - leiktæki og lóð.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.

8. Framkvæmdir við Túngata 15-17 - beiðni um viðauka - 2303085
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Tölvupóstur frá umsjónarmanni fasteigna dagsettur 15. mars sl. lagður fram. Sótt er um viðauka að fjárhæð 1.710.000 kr. vegna framkvæmda við Túngötu 15-17. Viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.

9. Hönnun sundlaugarsvæðis og aðliggjandi mannvirkja - 2210067
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Tímalína hönnunar og framkvæmda við sundlaug Grindavíkur frá Batteríið-arkitektar lögð fram. Jafnframt voru frumdrög að sundlaugarsvæði lögð fram til samþykktar. Þá er óskað eftir samþykki fyrir því hefja vinnu við útboð á verkfræðihönnun verksins.

Bæjarráð samþykkir frumdrögin og felur sviðsstjóra að hefja vinnu við útboð á verkfræðihönnun.

10. Fráveita Grindavíkurbæjar - dælulögn frá Seljabót - 2201039
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Framvinda framkvæmda við dælulögn frá Seljabót var tekin til umræðu sem og útfærsla á göngustíg meðfram Seljabót.

Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

11. Lóðarleigusamningur vegna módúlbygginga - 2303082
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Erindi frá Laufás ehf. var lagt fyrir skipulagsnefnd þann 7. nóvember 2022 varðandi breytingar á reglum um hvenær lóðarleigusamningar eru gerðir vegna módúlbygginga.

Bæjarráð tekur vel í framangreindar breytingar og felur sviðsstjóra að útfæra þær nánar og leggja síðan tillögur að breytingum fyrir bæjarráðsfund.

12. Jafnlaunakönnun 2023 - 2302128
Lögð fram skýrsla iCert, dags. 21. mars sl. vegna úttektar á jafnlaunakerfi Grindavíkurbæjar. Auk þess lagt fram bréf frá Jafnréttisstofu, dags. 29. mars sl. þar sem Grindavíkurbæ er veitt heimild til að nota jafnlaunamerkið til 22. mars 2026.

13. Innleiðing heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum - 2303075
Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögunum.

14. Bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa - 2303074
Borist hefur sameiginlegt bréf frá innviðaráðherra og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135