Nýr viti settur upp í Ţórkötlustađanesi í sumar

  • Fréttir
  • 1. apríl 2023

Grindavíkurbær, Vegagerðin og franska sveitarfélagið Binic-Étables-sur-Mer hafa skrifað undir samkomulag um að skiptast á vitum næstu tvö árin. Grindavíkurbær mun lána Hópsnesvita til Frakklands en fá í staðinn fá Binic vitann frá Binic-Étables-sur-Mer í Frakklandi.

Verkefni uppfyllir ýtrustu öryggis- og umhverfisstaðla og er áætlað er að þann 1. júní verði Hópsnesviti tekin niður, fluttur með flutningaskipi til vesturstrandar Frakklands og settur upp þar. Á sama tíma verður Binic vitin tekin niður og fluttur til Grindavíkur. Ef allt gengur eftir áætlun geta Grindvíkingar og aðrir gestir borið þennan fallega franska vita augum 1. ágúst næstkomandi. 

Verkefnið er stórt í sniðum og hefur verið lengi í undirbúningi. Markmið þess er m.a. að vekja athygli á miklvægi vita fyrir sjófarendur og hefur það því fengið styrki úr sjóðum Evrópusambandsins. Kostnaður sem fellur á Grindavíkurbæ er því óverulegur. 

Grindvíkingar sem eiga leið um Bretaníuskagann á næstu árum eru hvattir til að koma við í franska bænum og virða Hópsnesvita fyrir sér.

Vegna framkvæmda við byggingu vitans í sumar má búast við því að loka þurfi fyrir umferð í nágrenni vitans tímabundið. Slíkt verður auglýst síðar. 

Hér að neðan má sjá Hópsnesvita eins og hann mun líta út í Frakklandi.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. október 2024

Lokasorphirđa á morgun 4 .október

Fréttir / 27. september 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 26. september 2024

Para- og fjölskylduráđgjöf

Fréttir / 23. september 2024

Réttađ í blíđviđri í Grindavík

Fréttir / 12. september 2024

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

Fréttir / 10. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

Fréttir / 4. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 26. ágúst 2024

Kalka opnar ađ nýju í Grindavík