Páskabingó Kvenfélags Grindavíkur

  • Fréttir
  • 22. mars 2023

Páskabingó Kvenfélags Grindavíkur verður haldið sunnudaginn 26. mars í Grunnskóla Grindavíkur.

Barnabingó kl. 14:00

Fullorðinsbingó kl. 20:00

Páska- og jólabingó eru stærstu fjáröflunarleiðir Kvenfélags Grindavíkur. Kvenfélagskonur hafa í gegnum tíðina verið ötular að styrkja góð málefni og með gleði lagt á sig óeigingjarna sjálboðavinnu til hagsbóta fyrir almenning. Með góðum stuðningi við bingóin m.a. frá fyrirtækjum hefur Kvenfélagið getað stutt við velferð bæjarbúa í Grindavík með góðum gjöfum til einstaklinga, stofnanir og í sjúkrabíl/slökkvilið.

Fjöldi glæsilegra vinninga. Fjölmennum og styrkjum gott málefni. 


Deildu ţessari frétt