Fundur 1638

 • Bćjarráđ
 • 22. mars 2023

1638. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 14. mars 2023 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi. 

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:
1. Endurskoðun á skipuriti Grindavíkurbæjar - 2206049
Sviðstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og hafnarstjóri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagðar fram hugmyndir að nýju skipuriti.

2. Húsnæðismál Fisktækniskóla Íslands - 2111026
Málið tekið fyrir að nýju í framhaldi af síðasta bæjarráðsfundi. 

Bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram. 

Fundarhlé tekið kl. 16:25 - 16:30 

Bókun 
Fisktækniskólinn sendi Grindavíkurbæ erindi og er að óska eftir að bærinn taki að sér að leita lausna og tryggja skólanum viðunandi aðstöðu þar til hið opinbera hefur tekið til endurskoðunar þá samninga sem gilda við skólann. En Fisktækniskólinn er að missa núverandi húsnæði og þurfa því að komast í aðra aðstöðu um áramótin næstu. Fisktækniskólinn er í eigu fjölda hluthafa og er Grindavíkurbær stærsti hluthafinn, með 31,6% hlutafjár. Við undrumst mjög vinnubrögð meirihlutans að ætla að gangast í ábyrgðir fyrir skólann sem er í eigu margra hluthafa án þess að leitast hafi verið eftir 
aðkomu annarra eigenda að málinu. Ábyrgðir sem um ræðir er húsaleigusamningur á Hafnargötu 8, oftast kallað Hælsvíkurhúsið og getur hlaupið á tugum ef ekki hundruðum milljóna. Meirihlutinn er þess fullviss um að hið opinbera komið að þessum málum með gerð nýs samnings við skólann þar sem styrkur verður greiddur af hendi hins opinbera fyrir húsaleigunni og það komi því aldrei til greiðslu frá Grindavíkurbæ. 
Ef og hefði eru aldrei góð blanda þegar verið er að gangast í miklar ábyrgðir og vert að benda á að við erum að sýsla með fjármuni Grindvíkinga og getum ekki réttlætt svona ákvarðanir. 

Hallfríður Hólmgrímsdóttir, bæjarfulltrúi M-listans 

Fundarhlé tekið kl. 16:32 - 16:45 

Bókun 
Í máli þessu er meirihluti að fela bæjarstjóra að kanna möguleika á drögum að leigusamningi. Frekari umræða og eftir atvikum afgreiðsla málsins fer fram síðar í bæjarráði eftir fund bæjarstjóra með eigendum Hælsvíkurhússins. Innihald bókunar fulltrúa M listans á því ekki við á þessu stigi málsins. 

Fulltrúar B-, D- og U-lista. 

3. Jafnlaunakönnun 2023 - 2302128
Launafulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti niðurstöður launakönnunar sem unnin var í febrúar. 

Niðurstöðuskýrsla jafnlaunagreiningar 2023, sem unnin var af PWC, vegna janúarlauna 2023 er lögð fram. Niðurstaðan er sú að ekki mælist kynbundinn launamunur heildarlauna að teknu tilliti til persónubundinna þátta. 

4. Samráðshópur vegna söfnunar úrgangs - 2303029
Lagt fram erindi frá Kölku, dags. 2. mars sl. þar sem óskað er eftir tilnefningu Grindavíkurbæjar á fulltrúa í samráðshóp vegna breytinga á söfnun úrgangs við heimili. 

Bæjarráð tilnefnir Jón Þórisson, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í samráðshópinn.

5. Tækifærisleyfi - Tímabundið áfengisleyfi - Könukvöld kkd Grindavík - 2303013
Bæjarráð staðfestir áður veitt leyfi.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 23. maí 2023

Fundur 1644

Bćjarráđ / 16. maí 2023

Fundur 1643

Frćđslunefnd / 4. maí 2023

Fundur 131

Hafnarstjórn / 8. maí 2023

Fundur 489

Bćjarráđ / 2. maí 2023

Fundur 1642

Skipulagsnefnd / 3. maí 2023

Fundur 119

Frístunda- og menningarnefnd / 3. maí 2023

Fundur 125

Frćđslunefnd / 17. apríl 2023

Fundur 130

Afgreiđslunefnd byggingamála / 19. apríl 2023

Fundur 71

Bćjarstjórn / 25. apríl 2023

Fundur 540

Bćjarráđ / 18. apríl 2023

Fundur 1641

Skipulagsnefnd / 3. apríl 2023

Fundur 118

Frćđslunefnd / 2. mars 2023

Fundur 129

Bćjarráđ / 4. apríl 2023

Fundur 1640

Bćjarstjórn / 29. mars 2023

Fundur 539

Bćjarráđ / 22. mars 2023

Fundur 1639

Skipulagsnefnd / 22. mars 2023

Fundur 117

Bćjarráđ / 22. mars 2023

Fundur 1638

Frístunda- og menningarnefnd / 9. mars 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 8. mars 2023

Fundur 1637

Bćjarstjórn / 1. mars 2023

Fundur 538

Frćđslunefnd / 27. febrúar 2023

Fundur 128

Bćjarráđ / 23. febrúar 2023

Fundur 1636

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2023

Fundur 115

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. febrúar 2023

Fundur 70

Bćjarráđ / 15. febrúar 2023

Fundur 1635

Skipulagsnefnd / 10. febrúar 2023

Fundur 114

Bćjarráđ / 8. febrúar 2023

Fundur 1634

Frístunda- og menningarnefnd / 2. febrúar 2023

Fundur 123

Bćjarstjórn / 1. febrúar 2023

Fundur 537

Nýjustu fréttir

Nýtt líf í Kvikunni

 • Fréttir
 • 30. maí 2023

Laus kennarastađa á miđstigi

 • Fréttir
 • 30. maí 2023

Ţér er bođiđ í mat

 • Fréttir
 • 30. maí 2023

Skráning í götuboltamótiđ hafin

 • Fréttir
 • 26. maí 2023

Byrjađ ađ dreifa nýjum tunnum

 • Fréttir
 • 26. maí 2023