Lesum saman – 20-31 maí
Kæru foreldrar og nemendur
Nú ætlum við að vera með skemmtilegt verkefni í samstarfi við Krók, Hópskóla og Bókasafn Grindavíkur.
Börnin fá bókamiða þar sem að nafn barns, bókarheiti er skráð ásamt skemmtilegu orði og skrítnu orði. Okkur er mikið hjartans mál að standa vel að málörvun og auka orðaforða nemenda okkar, nú viljum við líka fá ykkur með okkur í lið 😊
Fyrir hvern bókarmiða velja þau sér síðan stein sem settur er í glæran plasthólk,
( sjá mynd ) þegar fyrsta takmarki er náð fá t.d. börnin andlitsmálningu, eða dansiball inn á Akri.
Lesum saman, njótum saman, lærum ný orð saman 😊