Úkraína í stríđi og friđi í Kvikunni

  • Fréttir
  • 16. mars 2023

Mánudagskvöldið 20. mars kl. 20:00 fer fram áhugavert fræðslukvöld í Kvikunni. Rætt verður um Úkraínu og samskiptin við Rússland. Aðgangur er ókeypis. 

Fæstir áttu von á því að Rússar myndi gera allsherjarinnrás í Úkraínu snemma árs 2022. Og þó má segja að innrásin hafi átt sér aðdraganda sem nær aftur til Maidanbyltingarinnar 2014 og yfirtöku Krímskaga og upphafs stríðsins í Donbass sama ár. Eða jafnvel allt aftur til falls Sovétríkjanna árið 1991, sem sumir ráðamenn í Rússlandi virðast aldrei hafa sætt sig við. Hvernig hafa viðhorf Úkraínumanna þróast, og hvað gengur Pútín eiginlega til?

Valur Gunnarsson blaðamaður og sagnfræðingur var við rannsóknir á Austur-Víkingum í Kænugarði árið 2020 þegar brast á með covid og stóð dvölin nokkuð lengur en ætlað var. Sumarið 2022 hélt hann aftur til Úkraínu, og nú meðal annars á vígstöðvarnar í Donbass og við Mykolaiv, sem fréttamaður Ríkisútvarpsins. Í millitíðinni skrifaði hann bókina Bjarmalönd, sem segir frá ferðum hans í Úkraínu, Rússlandi sem og hinum ýmsu ríkjum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og hefur notið mikillar athygli allt frá útgáfu. En líklega fá málefni jafn brýn það sem af er öldinni.

Öll velkomin. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 8. desember 2023

Leigutorgiđ opnar kl. 14:00

Fréttir / 1. desember 2023

Útsvarshlutfall ársins 2024

Fréttir / 29. nóvember 2023

Unniđ ađ leikskólavistun

Fréttir / 29. nóvember 2023

Opnun Grindavíkurhafnar

Fréttir / 28. nóvember 2023

Safnskóli fyrir leikskólabörn

Fréttir / 24. nóvember 2023

Frekari rýmkun, flutningur stćrri hluta