Safnahelgi á Suđurnesjum um helgina

  • Fréttir
  • 17. mars 2023

Safnahelgi á Suðurnesjum er haldin árlega, uppfull af skemmtilegum uppákomum og viðburðum um allan Reykjanesskagann. Safnahelgin er samstarfsverkefni safna, setra og sýninga á Suðurnesjum sem opna dyr sínar fyrir íbúum og gestum svæðisins. Þá hafa einkasafnarar og einstaklingar nýtt tækifærið og boðið gestum inn á einkasýningar sínar og vinnustofur. Dagskrá helgarinnar er fjölbreytt og skemmtileg fyrir alla fjölskylduna.

Í Grindavík hefur verið settur upp ratleikur um útilistaverk í bænum og mun hann verða uppi næstu daga. Þá hefur sýningin Saltfiskur í sögu þjóðar, á efri hæð Kvikunnar, opnað aftur. Sýningunni var lokað sl. haust vegna skemmda sem hún varð fyrir þegar jarðskjálfti reið yfir Grindavík. 

Kynntu þér dagskrá helgarinnar á safnahelgi.is

Saltfiskur í sögu þjóðar

Sýningin Saltfiskur í sögu þjóðar opin. Gestum er boðið í ferðalag aftur í tímann þar sem saga saltfiskverkunar frá upphafi rakin í tímaröð til þeirra daga er véltækni leysir mannshöndina af hómi.

Ratleikur um útilistaverk í Grindavík 

Settur hefur verið upp ratleikur þar sem vakin er athygli á listaverkum og öðrum menningarstöðum í Grindavík. Hægt er að nálgast allar upplýsingar í Kvikunni menningarhúsi og hér. 

Skemmtilegur símaleikur í bílnum

Á safnahelgi er fólk hvatt til þess að gera sér dagamun og keyra á milli byggðarlaga, njóta menningar og spila skemmtilegan leik í leiðinni. Leikurinn er einfaldur og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. 10 úrvals staðir á Suðurnesjum eru heimsóttir með símtæki í hönd. Sótt er appið Locatify Smart Guide (sjá QR-kóða á mynd hér að neðan) og þá eru allir vegir færir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. mars 2023

Safnahelgi á Suđurnesjum um helgina

Fréttir / 9. mars 2023

Ţađ vantar dreka í Grindavík

Fréttir / 6. mars 2023

Blóđbankabíllinn í Grindavík

Fréttir / 27. febrúar 2023

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

Fréttir / 24. febrúar 2023

Bćjarmálafundur Miđflokksins

Fréttir / 23. febrúar 2023

Ađalfundur Rauđa krossins á Suđurnesjum

Fréttir / 23. febrúar 2023

Bjartmar og Bergrisarnir í Gígnum

Fréttir / 20. febrúar 2023

Salsa í kvöld í Kvikunni