Auglýst eftir sumarstarfsmanni í Kvikuna

  • Fréttir
  • 13. mars 2023

Kvikan, menningarhús Grindvíkinga, leitar að lausnamiðuðum og metnaðarfullum einstakling til starfa í fjölbreyttu og menningarlegu umhverfi í sumar. Um er að ræða 60-100% starfshlutfall frá 15. maí til 15. ágúst.

Helstu verkefni:

  • Móttaka gesta í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga
  • Almenn upplýsingagjöf til íbúa og ferðamanna, m.a. um afþreyingu og þjónustu í Grindavík og á Reykjanesi
  • Aðstoð við viðburðahald í sumar, m.a. Sjóarann síkáta og 17. júní.
  • Almenn þrif á húsnæði Kvikunnar

Hæfniskröfur:

  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Rík þjónustulund
  • Þekking á staðháttum í Grindavík og á Reykjanesi
  • Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri

Starfið felur í sér virkt samtal við gesti Kvikunnar, m.a. um Grindavík, sýningar í húsinu og annað efni sem miðlað er í húsinu. Einnig felur starfið í sér aðstoð við viðburði í húsinu ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðeigandi stéttarfélag.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Hægt er að sækja um starfið gegnum umsóknarvef Grindavíkurbæjar

Nánari upplýsingar um starfið gefur Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs í síma 420-1100 eða í tölvupósti eggert@grindavik.is.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. mars 2023

Safnahelgi á Suđurnesjum um helgina

Fréttir / 9. mars 2023

Ţađ vantar dreka í Grindavík

Fréttir / 6. mars 2023

Blóđbankabíllinn í Grindavík

Fréttir / 27. febrúar 2023

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

Fréttir / 24. febrúar 2023

Bćjarmálafundur Miđflokksins

Fréttir / 23. febrúar 2023

Ađalfundur Rauđa krossins á Suđurnesjum

Fréttir / 23. febrúar 2023

Bjartmar og Bergrisarnir í Gígnum

Fréttir / 20. febrúar 2023

Salsa í kvöld í Kvikunni