124. fundur frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 8. mars 2023 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu: Irmý Rós Þorsteinsdóttir, varaformaður, Sævar Birgisson, varmaður, Viktor Guðberg Hauksson, aðalmaður, Hulda Kristín Smáradóttir, aðalmaður og Auður Arna Guðfinnsdóttir, aðalmaður.
Einnig sat fundinn: Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Fundargerð ritaði: Eggert Sólberg Jónsson, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Dagskrá:
1. Vinnuskóli Grindavíkurbæjar 2023 - 2301112
Emilía Ósk Jóhannesdóttir formaður ungmennanráðs og Tómas Breki Bjarnason varaformaður ungmennaráðs ásamt Elínborgu Ingvarsdóttur forstöðumanns Þrumunnar og Melkorku Ýr Magnúsdóttur starfsmanni félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar sátu fundinn undir þessum lið.
Tillaga að vinnufyrirkomulagi sumarið 2023 lögð fram. Gert er ráð fyrir miklum breytingum á vinnuskólanum í sumar þar sem vinnustundum kemur til með að fækka auk þess sem nemendur fá úthlutað vinnutímabilum og því verða ekki allir árgangar við störf á sama tíma.
Lögð fram áskorun frá ungmennaráði um fjölgun vinnustunda í vinnuskólanum í sumar. Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að útfæra breytingar á vinnufyrirkomulaginu.
2. Erasmus+ ungmennaskiptaverkefni - 2303009
Elínborg Ingvarsdóttir forstöðumaður Þrumunnar og Melkorka Ýr Magnúsdóttir starfsmaður Þrumunnar sátu fundinn undir þessum lið.
Ungmennaráð hefur áhuga á að taka þátt í ungmennaskiptaverkefnum með öðrum ungmennaráðum í Evrópu.
Nefndin lýsir yfir ánægju með frumkvæði ungmennaráðs og hvetur ráðið til að sækja um Erasmus aðild.
3. Hönnun sundlaugarsvæðis og aðliggjandi mannvirkja - 2210067
Forstöðumaður íþróttamannvirkja og framkvæmdastjóri UMFG sátu fundinn undir þessum lið.
Ábendingar sem bárust í kjölfar kynningarfundar lagðar fram.
Nefndin álítur að með fjölgun íbúa og samhliða mikilli uppbyggingu á sundlaugarsvæðinu ætti að skapast tækifæri fyrir heilsutengda starfsemi á vegum einkaaðila á svæðinu.
Nefndin vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
4. Deiliskipulag íþróttasvæðis - 2106087
Forstöðumaður íþróttamannvirkja og framkvæmdastjóri UMFG sátu fundinn undir þessum lið.
Ábendingar sem bárust í kjölfar kynningarfundar lagðar fram.
Nefndin leggur til að metin verði rýmisþörf þeirrar starfsemi sem fyrirhuguð er á íþróttasvæðinu. Í framhaldinu verði unnið að forgangsröðun framkvæmda í samstarfi við hagaðila.
5. Opnunartími íþróttamannvirkja - 2303006
Forstöðumaður íþróttamannvirkja sat fundinn undir þessum lið.
Breytingar á opnunartíma íþróttamannvirkja sem taka gildi 1. apríl kynntar.
Sumaropnun íþróttamannvirkja mun taka gildi 1. apríl í ár í stað 1. júní áður og gilda út október í stað ágúst áður. Auk þess verður opið fleiri almenna frídaga í ár en áður, m.a. föstudaginn langa, sumardaginn fyrsta, 1. maí, uppstigningardag, hvítasunnudag og 17. júní.
6. Menningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2023 - 2301114
Rætt um tilnefningar til menningarverðlauna Grindavíkurbæjar 2023.
7. Sjóarinn síkáti 2023 - 2301013
Drög að dagskrá Sjóarans síkáta kynnt.
8. Hátíðarhöld 17. júní 2023 - 2303007
Lagt er til að hátíðarhöld í tilefni af 17. júní verði með svipuðu sniði og undanfarin ár.
9. Solander 250 - Bréf frá Íslandi - 2303008
Sviðsstjóri kynnti samstarfsverkefni við sænska sendiráðið og Piteå sem fyrirhugað er að standi yfir í október. Þá verður sett upp myndlistasýning í Kvikunni þar sem þess er minnst að 250 ár liðin frá einum fyrsta erlenda vísindaleiðangrinum til Íslands, 1772. Gera má ráð fyrir fjölda gesta í tengslum við sýninguna, m.a. frá Piteå, vinabæ Grindavíkur í Svíþjóð.
10. Fundargerðir ungmennaráðs 2023 - 2301115
Fundargerðir 52. og 53. funda ungmennaráðs lagðar fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10.